Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins hf.
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.
12.255.400 kr. á mánuði
Grímur Sæmundsen hefur um árabil stýrt Bláa lóninu.
Fyrirtækið er gullegg íslenskrar ferðaþjónustu en á síðasti ári hagnaðist fyrirtækið um 10,3 milljarða króna sem var aukning um 43 prósent frá fyrra ári.
Þannig greiddu gestir lónsins um 16 milljónir króna á dag í aðgangseyri ofan í hina manngerðu náttúruperlu. Ekkert lát er á metnaði fyrirtækisins því ráðgert er að opna nýtt upplifunarsvæði, lúxushótel og veitingastað við lónið í haust.
Grímur hefur um árabil verið einn launahæsti forstjóri landsins og engin breyting varð á því í ár.