Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor
950.865 kr. á mánuði
Fyrir utan regluleg greinaskrif í Morgunblaðið og tíða fyrirlestra bæði heima og erlendis vann frjálshyggjumaðurinn og stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hörðum höndum árið 2016 að skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Hannes sem vinnur skýrsluna fyrir fjármálaráðuneytið hóf skýrslugerðina árið 2014 og átti upphaflega að skila henni í júlí 2015, það hefur hins vegar dregist og stefnir hann nú á að skila skýrslunni í október 2017. Á árinu sendi Hannes einnig frá sér kennslubókina Saga stjórnmálakenninga sem gefin var út af Almenna bókafélaginu og skrifaði formála í nokkur and-kommúnísk rit sem gefin voru út hjá félaginu.