Ásdís Halla Bragadóttir, eigandi Sinnum ehf.
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Ásdís Halla Bragadóttir
1.082.494 kr. á mánuði
Ásdís Halla Bragadóttir er stofnandi og einn af eigendum Sinnum ehf., sem er einkarekin velferðarþjónusta ætluð einstaklingum sem þurfa á þjónustu og aðstoð að halda til að búa heima hjá sér. Ásdís Halla, sem er með MPA- og MBA-próf, er fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar.
Í dag býr Ásdís Halla ásamt fjölskyldu sinni á Laufásvegi í miðborg Reykjavíkur. Fyrir síðustu jól sendi Ásdís Halla frá sér bókina Tvísaga þar sem hún rekur sögu móður sinnar og sína eigin. Mæðgurnar unnu saman að bókinni sem vakti mikla athygli í jólabókaflóðinu.