fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Tara Margrét segir feita Íslendinga ekki velkomna á veitingastað Jame Oliver á Borginni: „Fituhatur selur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 3. júlí 2017 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu ætlar að sniðganga nýjan veitingastað Jamie Oliver á Hótel Borg en veitingastaðurinn heitir Jamie‘s Italian. Segir Tara að hún upplifi sig ekki velkomna á staðinn. Jamie Oliver hefur sagt það einstakt tækifæri að opna veitingastað á Borginni sem skipi stóran sess í menningu Reykjavíkur. Heiðurinn sé mikill.

„Þegar við opnum dyrnar, þá munum við bera fram einfalda og hagkvæman Ítalskan mat fyrir alla fjölskylduna sem er gerð úr bestu mögulegum hráefnum sem við komumst í,” sagði Jamie enn fremur.

„Ég, og aðrir feitir Íslendingar, eru greinilega ekki velkomnir þangað hvort eð er“

Tara Margrét varð þjóðþekkt eftir frægt viðtal sem Sindri Sindrason tók fyrir Stöð 2. Þar ræddi hún um fitufordóma í samfélaginu í þeirri von um að kveða þá niður. Henni varð þó ekki að ósk sinni því eftir það viðtal segir Tara að flóðgáttir fitufordóma hafi opnast og varð hún fyrir svæsnum árásum á samfélagsmiðlum og kommentakerfum fjölmiðla. Í stað þess að fara í felur hélt Tara ótrauð áfram að vekja athygli á fitufordómum í íslensku samfélagi. Tara hefur nú stofnað glæsilega like síðu í eigin nafni þar sem hún heldur áfram að vekja athygli á málstaðnum en síðuna má finna hér. Í dag fjallar hún síðan um af hverju hún upplifir sig óvelkomna á veitingastað hins heimsfræga kokks. Þar deilir Tara gömlu myndskeiði sem hefur farið aftur á flakk eftir að Jamie Oliver tjáði sig um feit börn á Nýja-Sjálandi. Í viðtalinu sagði Jamie meðal annars:

„Á Nýja Sjálandi, rétt eins og í Bretlandi er að finna mörg af feitustu börnum á jörðinni. Það er ógeðslegt, út í hött.“ Bætti kokkurinn við eftir þessi umdeildu ummæli að það þyrfti að setja á sykurskatt í landinu undir eins.

Tekur fituhatur skrefinu lengra

Tara birtir auglýsinguna á Facebook-síðu sinni en á þeim tíma sem auglýsingin var tekin var verið að auglýsa nýja þáttaröð Jamie Oliver sem fjallaði um skólamáltíðir barna. Tara segir:

Mynd: Kristinn Magnússon

„Jamie hefur lengi verið talsmaður heilbrigðari fæðu fyrir skólabörn og það er verðugt málsefni. En þegar hann talar niður til og smánar feit börn í leiðinni er hann að valda meiri skaða en gagni. Hann hefur m.a. haft uppi stórar yfirlýsingar um „offitufaraldurinn“ og kallað feit börn ógeðsleg.“

Segir Tara að í myndskeiðinu taki Jamie fituhatur sitt skrefi lengra með því að afmynda sjálfan sig og klæða sig í fitugalla til að gera grín að feitu fólki í auglýsingaskini. Með þessu fari hann gegn öllum ráðleggingum hvernig eigi að efla lýðheilsu barna og minnir Tara á að feit börn séu í meiri hættu en önnur að verða fyrir einelti.

Þetta myndband og orðræða Jamies er svo sannarlega olía á eld þess fituhaturs sem börnin okkar alast upp við.

„Þetta myndband og orðræða Jamies er svo sannarlega olía á eld þess fituhaturs sem börnin okkar alast upp við. Og allt er þetta að sjálfsögðu gert í nafni „heilsu“ en ekki gróðasjónarmiða(!) Hann hefði svo auðveldlega getað farið þá leið að skoða skólamáltíðir og gera þær heilsusamlegri án þess að sigta út feit börn. Öll börn þurfa heilbrigða fæðu óháð holdafari þeirra. Þetta er meðvituð ákvörðun að fara þessa leið vegna að þess að fituhatur selur,“ segir Tara og bætir við:

„Ég veit ekki með ykkur en ég mun ekki stíga fæti inn fyrir dyr nýs veitingastaðar þessa manns hér á landi. Ég, og aðrir feitir Íslendingar, eru greinilega ekki velkomnir þangað hvort eð er.“

Hér má finna nýja Facebook-síðu Töru og hér fyrir neðan hið umdeilda myndband:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Z_6d3DmYyC0&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel