Þóra Tómasdóttir, fyrrverandi ritstjóri
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Þóra Tómasdóttir
844.170 kr. á mánuði
Þóra Tómasdóttir starfaði sem annar af ritstjórum Fréttatímans á síðasta ári. Skútan sökk með manni og mús í byrjun apríl. Starfsmenn blaðsins, með Þóru í broddi fylkingar, voru afar ósáttir við atferli útgefanda blaðsins, Gunnars Smára Egilssonar.
Það var ekki síst vegna þess að á sama tíma og starfsmenn blaðsins sátu uppi með vangoldin laun var Gunnar Smári önnum kafinn að auglýsa stofnun Sósíalistaflokks Íslands í öðrum fjölmiðlum.
Þóra starfar í dag sjálfstætt en hún lýsti því nýlega yfir á Facebook-síðu sinni að á teikniborðinu væri ævintýraferð til Himalajafjalla með Vilborgu Örnu Gissurardóttur og öðru afreksfólki. Ætlar hópurinn að ganga í grunnbúðir Everest í október á þessu ári.