Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Friðrik Sophusson
2.237.021 kr. á mánuði
Friðrik Sophusson hefur átt farsæla starfsævi. Hann gegndi þingmennsku í tvo áratugi. Hann var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1981 til 1988 og frá 1991 til 1999, fjármálaráðherra frá 1991 til 1998 og forstjóri Landsvirkjunar frá 1998 til 2010.
Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa á ferlinum og átt sæti í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Hann hefur gegnt starfi stjórnarformanns Íslandsbanka frá árinu 2010 þar sem margvísleg reynsla hans nýtur sín örugglega vel. Hann er kvæntur Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðingi.