Mikil tíðindi urðu í matarmenningu Íslendinga nú á dögunum. Þá tilkynnti fyrirtækið Royal að aftur væri hafin framleiðsla á hinum sígildu og bragðgóðu sítrónubúðingum fyrirtækisins. Framleiðsla búðingsins lagðist af um skeið, matgæðingum til mikillar mæðu, en vegna fjölda áskorana ákvað fyrirtækið að endurvekja framleiðsluna og fæst sítrónubúðingurinn nú í betri matvöruverslunum. Þessu fagna margir og meðal þeirra er Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Líf er forfallinn aðdáandi Royal-búðinga, svo mikill raunar að hún hélt upp á fertugsafmæli sitt í gömlu verksmiðju Royal-fyrirtækisins.