Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Jón Gnarr
875.285 kr. á mánuði
Grínistinn Jón Gnarr skráði nafn sitt í sögubækurnar þegar hann varð borgarstjóri í Reykjavík, sumum til verulegrar hrellingar. Hann var á allan hátt óvenjulegur stjórnmálamaður og óútreiknanlegur, en ávann sér miklar vinsældir.
Hann hefur gefið út merkilegar bækur um ævi sína sem hafa vakið mikla athygli. Það er aldrei að vita hvert leiðir hans eiga eftir að liggja.