Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Drífa Snædal
1.010.770 kr. á mánuði
Drífa Snædal hefur starfað sem framkvæmdastýra Starfsgreinasambandsins frá árinu 2012 en þar áður hafði Drífa verið framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samtaka um Kvennaathvarf.
Það hefur borið mikið á Drífu síðustu misseri, meðal annars hefur hún tekið forystu í umræðum um vinnumansal á Íslandi og auk þess hefur hún í nafni Starfsgreinasambandsins hrundið af stað herferð þar sem vakin er athygli á réttindum ungs fólks á vinnumarkaði.
Mánaðarlaun Drífu á síðasta ári voru rétt um ein milljón krónur.