Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Sölvi Blöndal
1.806.654 kr. á mánuði
Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal átti gott ár í fyrra. Hljómsveit hans, Quarashi, sneri aftur eftir nokkurt hlé og lék á eftirminnilegum tónleikum í Herjólfsdalnum á Þjóðhátíð í Eyjum. Á seinni hluta ársins stofnaði hann útgáfufyrirtækið Alda Music ásamt tónlistarmanninum Ólafi Arnalds, nýtt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarhluta Senu. Sölvi var enn fremur valinn hagfræðingur ársins af Félagi viðskipta- og hagfræðinga, en undanfarin ár hefur hann starfað hjá fjárfestingarfyrirtækinu GAMMA Capital Management og tekið þátt í að móta stefnu fyrirtækisins á íslenskum fasteignamarkaði.