Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti
438.428 kr. á mánuði
Gauti Þeyr Másson, eins og rapparinn Emmsjé Gauti heitir fullu nafni, var iðinn við kolann á árinu. Hann spilaði á ógrynni tónleika auk sem hann gaf út tvær plötur sem gáfu af sér gríðarlegar vinsældir á útvarpsstöðvum og fleiri verðlaun en nokkur annar listamaður hlaut á Íslensku tónlistarverðlaunum. Í einu vinsælasta lagi síðasta árs, Reykjavík er okkar, syngur rapparinn um að ganga glottandi í bankann og hann má alveg glotta yfir launaseðlinum, sem var 438 þúsund krónur á mánuði í fyrra.