

Svona hefst bréf karlmanns til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Maðurinn og kærasta hans eru bæði á þrítugsaldri og hafa verið saman í fjögur ár.
„Kynlífið okkar hefur alltaf verið gott og ástríðufullt en mér hefur aldrei tekist að endast lengur en nokkrar sekúndur í samförum. Mér hefur alltaf þótt þetta vandræðalegt og ég veit að þetta fór í taugarnar á kærustunni minni, þannig ég hef alltaf passað upp á að fullnægja henni fyrst.
Síðan varð hún ólétt og við eignuðumst dóttur, sem er í dag sex mánaða. Síðan við urðum foreldrar höfum við haft lítinn tíma fyrir kynlíf og oft mjög þreytt. En þegar við höfum tíma fyrir það þá er kynlífið öðruvísi, ég endist lengur, ekkert svaka lengi en alveg nokkrar mínútur.
Ég veit ekki af hverju, kannski því við erum sjaldnar að stunda kynlíf og ég er að stunda meiri sjálfsfróun. Eina sem ég veit er að ég er ánægður með þetta, ég er að njóta þess að stunda kynlíf. Ég er ekki lengur kvíðinn en kærastan mín er ekki sátt.
Hún heldur að það sé eitthvað vandamál, hún heldur að því hún eignaðist barn og er ekki lengur jafn þröng þá laðast ég ekki lengur að henni.
Hvorugt er satt og ég hef sagt henni það svo oft. En nú segist hún ekki hafa áhuga á kynlífi. Hvernig get ég leyst þetta?“
Ráðgjafinn svarar:
Meðganga og fæðing getur breytt samböndum og kynlífi. Það hljómar eins og kærastan þín sé óörugg eftir barnsburð og það sé að hafa áhrif á kynlífið ykkar.
Það er frábært að þú sért ekki lengur að glíma við ótímabært sáðlát og þú þarft að fá hana til að skilja að þetta séu góðar fréttir og ekkert til að hafa áhyggjur af.
Talaðu við hana, ekki í svefnherberginu, og fullvissaðu hana um hversu mikið þig langar í hana, hversu mikið þú nýtur þess að stunda kynlíf með henni.“