fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. október 2025 14:30

Dauði Rivers kom mörgum í opna skjöldu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að Sam Rivers, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Limp Bizkit, væri látinn aðeins 48 ára að aldri. Nú hefur annar hljómsveitarmeðlimur greint frá dánarorsök hans.

Rivers var einn af stofnmeðlimum Limp Bizkit, sem voru og eru ein af fremstu svokölluðum nú-metal sveitum heims. Það er hiphop skotið þungarokk sem varð gríðarlega vinsælt undir lok tíunda áratugarins og í upphafi aldarinnar.

Með hinn litríka Fred Durst í fararbroddi átti Limp Bizkit risalagara á borð við „Break Stuff“, „Nookie“ og „Take a Look Around.“

Um tíma, eftir að nú-metall féll úr tísku, átti Limp Bizkit mjög erfitt uppdráttar og varð að hálfgerðum brandara. Durst og félagar sneru hins vegar upp á það með því að taka sér ekki of alvarlega, klæðast undarlegum búningum og vera með alls kyns apakúnstir. Það virkaði og nú er sveitin aftur orðin vinsæl.

Sam Rivers hefur glímt við alkóhólisma og um tíma þurfti hann að hætta að koma fram með sveitinni. Þá hefur hann einnig glímt við veikindi í lifur um langa hríð.

Engin formleg dánarorsök hefur verið tilkynnt en einn hljómsveitarmeðlimanna, plötusnúðurinn DJ Lethal, birti færslu á samfélagsmiðlum sem virðist staðfesta hver dánarorsök hans hafi verið. En hann birti mynd af hinum fallna félaga sínum með yfirskriftinni „Fuck cancer.“ Er því talið öruggt að krabbamein hafi verið það sem dró Rivers til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt hún myndi deyja – „Ég hélt að þetta gæti ekki gerst fyrir einhvern eins og mig“

Hélt hún myndi deyja – „Ég hélt að þetta gæti ekki gerst fyrir einhvern eins og mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“