fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Júlí og Dísa gefa út nýtt frumsamið lag – Með matarást á IKEA

Fókus
Föstudaginn 5. september 2025 18:30

Í laginu tjáir parið sig meðal annars um matarást sína á IKEA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarparið Júlí Heiðar og Dísa sendu í dag frá sér nýtt frumsamið lag sem ber heitið „Fæ ekki nóg“ og er unnið í samvinnu við Pálma Ragnar Ásgeirsson.

Lagið dansvæna fjallar um annríki þeirra í bransanum enda fara flestar helgar í að skemmta víða um landið en ekki síður hversdaglega hluti eins og matarást þeirra á IKEA. Von er á plötu frá parinu síðar á árinu sem segja má að sé tilkomin vegna þess að rík þörf var á því að þau myndu koma sér upp fleiri sameiginlegum lögum.

„Þegar við troðum upp þá höfum við verið að taka mörg lög sem að ég hef gefið út með öðru tónlistarfólki. Dísa hefur því þurft að bregða sér í allskonar hlutverk, til að mynda að rappa eins og Kristmundur Axel og syngja eins og GDRN. Við höfum haft mikið að gera í allt sumar og fundið sterkt fyrir því að okkur vantaði sárlega fleiri lög saman þó að Dísmundur Axel sé sannarlega næstbesta útgáfan á eftir frumgerðinni“ segir Júlí Heiðar kímin.

Þegar stund var á milli stríða náði parið því að skella sér í stúdíóið til Pálma og afraksturinn var „Fæ ekki nóg“ auk tveggja annarra laga sem verða gefin út síðar á árinu.

Hér má hlýða á lagið nýja:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Í gær

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð