Ann-Margret er 84 ára gömul og á að baki langan og glæstan feril. Hún var ein skærasta stjarna sjöunda áratugarins og lék í myndum á borð við Pocketful of Miracles (1961) og State Fair (1962) en það sem skaut henni upp stjörnuhimininn var Bye Bye Birdie (1963) og Viva Las Vegas (1964) með Elvis Presley.
Á áttunda áratugnum tók hún að sér dramatískari hlutverk, eins og í Carnal Knowledge (1971) og fékk fyrir það Óskars-tilnefningu.
Ann-Margret mætti á fjáröflunarkvöld Project Angel Food‘s Lead With Love í Los Angeles í lok júní.