fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. júní 2025 10:29

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er ekki hrifin af „ofurfyrirsætusnarlinu“ sem hefur farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Meðal annars tók áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir snarlið fyrir í færslu á TikTok-síðu sinni sem vakti talsverða athygli.

Sjá einnig: Sunneva gerði snarlið sem ofurfyrirsæturnar elska

Það var raunveruleikastjarnan Bethenny Frankel sem gerði umrædda uppskrift fræga á miðlinum. En það eina sem þarf er tómatur, kotasæla, dijon sinnep og kjúklingabringuálegg og smá krydd. Ragnhildur bendir á að snarlið „inniheldur aðeins örfáar hitaeiningar og nánast enga almennilega næringu.“

@sunnevaeinarsnei þið verðið að smakka 🍅♬ original sound – Sunneva Einars 🌸

„Getum við plís og por favor hætt að dásama að borða alltof lítið og ekki næra okkur nóg. Með því að borða undir grunnþörf sendum við skilaboð til sjálfsins um að við eigum ekki skilið að vera vel nærð og full af orku,“ skrifar hún í pistli á Facebook.

„Þegar við höngum á hungurriminni verður ekki bara líkaminn miður sín. Við erum líka að svekkja sálina. Við erum að kremja sjálfstraustið.

Hungrið knýr okkur óhjákvæmilega oft til að stinga sér á bólakaf í einföld kolvetni eftir slíka kúra sem hefur í för með sér skömm, samviskubit og sektarkennd.

Lágar hitaeiningar keyra upp kortisól og streitu sem stuðlar að pervertískum löngunum í sykur og slikk.

Hátt kortisól og lágar hitaeiningar hafa líka áhrif á svefngæðin sem síðan hefur áhrif á skapið, hormóna og frammistöðu í vinnu og á æfingum.“

Ragnhildur segir að við þurfum kolvetni, prótín og fitu alla daga. „Þú þarft hitaeiningar alla daga til að fúnkera í öllum hlutverkum… sem foreldri, maki, starfsmaður, vinur, systkini,“ segir hún.

„Þú þarft nóg af hitaeiningum til að halda líffærum starfandi, byggja húð, hár, neglur, halda hormónum hamingjusömum og gera við vöðva.“

Hún hvetur lesendur til að borða prótín, lyfta lóðum, borða flókin kolvetni, drekka vatn, ganga daglega og sofa vel.

„Vertu uppreisnarseggur á móti öllum TikTokkurunum sem básúna svelti, svengd, svekkelsi sem treður niður alla sjálfsvirðingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“