fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Jón og konan hans fóru að hlæja af undrun og hneykslan þegar þau opnuðu kassann – „Rán um hábjartan dag“

Fókus
Þriðjudaginn 13. maí 2025 09:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Jón og konan hans voru heldur betur hissa þegar þau opnuðu nýjar snyrtivörur sem þau keyptu í Bónus frá merkinu Garnier. Umbúðirnar gáfu til kynna að magnið væri meira en það var í raun.

Jón vakti athygli á málinu og birti myndir í Facebook-hópnum vinsæla, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi, og efndi til fjörugrar umræðu.

„Enn annað umbúðasvindlið!

Tvær snyrtivörur sem konan ákvað að prófa. Keypt í Bónus. Vörur frá Garnier.

Okkur þótti í dýrara lagi samt, 998 kr fyrir dolluna og 1458 fyrir flöskuna og þó gáfum við okkur samt að kassarnir gæfu til kynna magnið betur en reyndist.

Fórum svo að hlæja af undrun og hneykslan þegar heim kom og þetta var opnað.

Það er sem sagt búið að koma fyrir innri skilrúmum og tvöföldum hliðarvængjum þarna úr pappa til að halda innvolsinu kjurru svo maður taki síður eftir því hvað kassinn er tómur að innan. Magnað hvað það er löglegt og leyfilegt að ljúga og svíkja neytendur.

Bæði flaska og dolla eru langtum smærri en umbúðir en í ofanálag má bæta við að um einn fimmti flöskunnar er tómur, ekki fyllt upp í topp. Og dollan með þessari fyndnu glerkrukku sem er afskaplega þykk á öllum hliðum, með svakalegri dæld í botninum og bogahvelfingu í loki til að ýkja stærðina og sömuleiðis ekki fyllt upp nema 2/3 kannski.

Segir sig sjálft að þetta verslum við ekki aftur en langaði samt að deila þessu svikamalli með ykkur ef ske kynni að annað fólk láti glepjast líkt og við.

Rán um hábjartan dag.“

Umræddar umbúðir.

Netverjar skiptust í fylkingar

Málið skipti netverjum í fylkingar. Sumir gagnrýndu harðlega þessa viðskiptahætti á meðan aðrir sögðu umbúðirnar vera svona til að vernda vöruna og að viðskiptavinir gætu lesið rétt magn á umbúðum kassans.

„Þetta er engin tilviljun, óheiðarlegir framleiðendur gera þetta því það virkar. Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt hjá fólki hér að setja þá ábyrgð á neytandann að vera alltaf á varðbergi gagnvart framleiðendum sem blekkja neytendur markvisst með þessum hætti. Neytandinn er ekki skekkjan – framleiðandinn er það. Og það er einmitt gott að vita á hvaða framleiðendum fólk þarf að passa sig á,“ sagði einn netverji.

Ein sagði að þetta einskorðist ekki við snyrtivörubransann. „Þetta þekkist vel í spilaheiminum til dæmis. En þar er það svo það taki meira hillupláss og sjáist frekar.“

Vörurnar.

Til að vernda vöruna?

Sumir komu umbúðunum til varnar og sögðu þetta vera svona til að vernda vöruna:

„Kassinn er stærri til þess að koma í veg fyrir að það sem er ofan í honum springi myndist álag/þrýstingur á kassann. Sama með kremdolluna. Það stendur síðan alveg á kassanum hversu margir ml eru í innihaldinu. Er fólk alveg hætt að lesa?

Þar fyrir utan, þa er þetta drasl samt alltof dýrt, en það er algjörlega óháð kassanum sem það kemur í.“

Annar meðlimur tók undir: „Umbúðirnar eru gerðar svona til að koma í veg fyrir skemmdir á vörunni.“

En fólk var ekki alveg sammála: „Það er bull því þá myndi hún ekki liggja við 3 af 4 veggjum kassans,“ sagði einn og annar bætti við: „Hafið þið oft fengið til dæmis skemmdar tannkremstúpur?“

„Það stenst enga skoðun að kassinn sé með þessu skilrúmi til að verjast álagi. Skilrúmið er bara á einum stað í báðum tilvikum. Svo er þetta flutt inn í stærri einingum sem einnig eru varðar. Þarna er ekki verið að horfa til umhverfisins og verið að flytja inn loft eða autt svæði í massa vís. Við almenningur eigum að standa okkur í að flokka og hugsa vel um umhverfið, ekki fyrirtækin. Þarna fara ekki saman hljóð og mynd,“ sagði annar netverji.

„Magnað hvað þið eruð mörg tilbúin að kokgleypa vitleysuna“

Jón svaraði þeim sem komu umbúðunum til varnar og sagði þau vera meðvirk.

„Fólk má aðeins slaka á í dómhörkunni og meðvirkninni hérna. Jesús.

Auðvitað gátum við lesið millílítramagnið að utan. Við gerðum það augljóslega ekki í þetta skiptið og miðuðum við kassann. Maður á það til að vera ekki fullkominn. Þar fyrir utan er maður ekki alltaf með fullkomna huglæga mynd af því hvað 50 ml eru mikið.

Þetta er hins vegar ekki bara vandi með snyrtivörur heldur algengara og algengara með alls kyns vörur, að ytri kassinn er ýktur miðað við innihald. Bara svo það sé sagt. Og er versnandi.

Þá er einhver undarleg kenning hérna hjá mörgum að þetta sé til að vernda innihaldið.

Hvernig í ósköpunum útskýrið þið þá önnur snyrtivörufyrirtæki sem gera þetta ekki með innriskilrúm? Eða selja bara dollur og flöskur beint án pappakassa? Eða þá eins og bent er á hérna í athugasemd að það verndar ekkert flöskuna þetta skilrúm þar sem hún liggur hvort eð er við 3 af 4 veggjum kassans. Hver er þá verndin?

Magnað hvað þið eruð mörg tilbúin að kokgleypa vitleysuna, þrátt fyrir að hún standist enga skoðun.

Aðallega fannst okkur þetta þó bara kómískt, þessi mismunur pakkningar og innihalds og óvanalega ýkt hvað það varðar og þannig bara mikilvæg áminning að lesa vandlega magnið að utan og vera á varðbergi. Gott að aðrir læri af mistökum okkar þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík