fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. júní 2024 12:34

Lauren Pisciotta, Kanye West og Bianca Censori. Myndir/Instagram/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi aðstoðarkona Kanye West, Lauren Pisciotta, lagði í byrjun júní fram kæru á hendur rapparanum vegna kynferðislegrar áreitni og ólögmætrar uppsagnar.

Miðlar vestanhafs greindu frá kærunni á sínum tíma og hefur síðan enn meira komið upp á yfirborðið. Meðal ásakana á hendur rapparanum eru þær að hann hafi montað sig af þriggja klukkustunda kynlífi með stórstjörnu, farið í kynsvall með eiginkonu sinni, Biöncu Censori, spurt Lauren ítrekað út í typpastærð fyrrverandi kærasta hennar, sent henni myndbönd af sér með öðrum konum og fleira.

Lauren byrjaði að vinna fyrir Kanye í júlí 2021. Hún átti að fá eina milljón dali á ári, eða tæpar 139 milljónir krónur á ári.

Lauren Pisciotta was earning big bucks for posting on OnlyFans before she began working for Kanye
Lauren Pisciotta. Mynd:Instagram

Í kærunni kemur fram að hún hafi átt að fá auka milljón dali á ári fyrir að hafa eytt OnlyFans-síðunni sinni að ósk Kanye, en hún segir að hann hafi ekki staðið við greiðsluna.

Kynferðisleg áreitni

Lauren sakar rapparann um kynferðislega áreitni og segir að hann hafi sent henni kynferðisleg skilaboð, myndir af sér og myndbönd í kynlífi með öðrum konum og reynt margoft að fá hana til að sofa hjá sér.  Hún segir að rapparinn hafi hringt í hana meðan hann stundaði sjálfsfróun og í eitt skipti læst sig inni í herbergi með henni og stundað sjálfsfróun við hlið hennar.

Eins og fyrr segir hafa nýjar upplýsingar um málið litið dagsins ljós og greinir Daily Mail frá því að Kanye „hafi ekki hætt að tala um kynlíf“ þegar hún var starfsmaður hjá honum frá júlí 2021 til október 2022.

Hún segir að Kanye hafi reglulega sent henni óviðeigandi kynferðisleg skilaboð. Í eitt skipti á hann að hafa sent henni: „Ég tók einu sinni Viagra og svaf hjá [nafn stórstjörnu] í þrjá klukkutíma. Veit ekki af hverju ég var að rifja þetta upp.“

Hann á einnig að hafa sent henni: „Ég var að hugsa aftur um keiluhöllina og hugsa hver fyrirsögnin myndi verða: „Ye handtekinn fyrir að flengríða aðstoðarkonu sinni á gólfinu í keiluhöllinni.““

Lögmenn Lauren segja að þessi skilaboð hafi verið sérstaklega óviðeigandi þar sem þau gefa í skyn að hún hafi viljað sofa hjá honum, eða að hún hafi sofið hjá honum, sem hún gerði ekki.

„Ég vil að þú horfir á mig ríða mömmu þinni“

Lauren segir hann einnig hafa sent sér kynferðisleg myndbönd, óumbeðinn, meðal annars eitt sem var 24 sekúndur og í því var hann að þiggja munnmök frá fyrirsætu.

Hún heldur því einnig fram í kærunni að hann hafi alltaf verið að spá og hafa áhyggjur af því hvernig typpið á honum liti út í þessum myndböndum og hafi hann beðið Lauren um að breyta einu myndbandi og „passa að typpið hans væri nógu stórt.“

Lauren sagði einnig að Kanye hafi oft talað um að hann langaði að sofa hjá móður annars starfsmanns hjá Yeezy og að starfsmaðurinn myndi horfa á. Skjáskot af skilaboðunum sýna hann segja: „Ég vil að þú horfir á mig ríða mömmu þinni.“ Þetta er aðeins eitt skjáskot af mörgum sem Lauren lagði fram með kærunni.

Kanye á líka að hafa verið með typpastærðir fyrrverandi kærasta Lauren á heilanum og spurt hana ítrekað út í það.

Kanye West and Bianca Censori have faced a lot of criticism for their public outfits and antics in the past year
Kanye West og Bianca Censori. Mynd: Getty Images

The Sun birtir enn fleiri upplýsingar úr málsókninni og nokkrar ásakanir sem tengjast eiginkonu Kanye, Biöncu Censori.

Lauren segir að hún hafi þurft að finna konur til að stunda kynlíf með parinu og redda þeim fari til þeirra.

Í málsókninni kemur fram: „Kanye West a.k.a. Ye krafðist þess að stefnandi myndi skipuleggja Uber-bílferðir fyrir konur til að hitta hann.“

„Eftir eitt slíkt atvik, í ágúst 2022, eftir að stefnandi var búinn að panta Uber-ferð, þá hringdu [Kanye og Bianca í Lauren] til að ræða um kynsvall [fimm manna orgíu] sem þau höfðu tekið þátt í daginn áður.“

Lauren heldur því einnig fram að Kanye hafi beðið eiginkonu sína um kynferðislega greiða fyrir sig og vini sína.

Hægt er að lesa fleiri ásakanir í frétt DailyMail og The Sun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar