fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Íslandsheimsóknin varð að vörumerki þeirra eftir að enginn fattaði grínið

Fókus
Fimmtudaginn 13. júní 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1970 kom hingað til lands breska hljómsveitin Led Zeppelin á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Hljómsveitin var stofnuð árið 1968 og var því á sínu öðru starfsári þegar þeir stigu á stokk í Laugardalshöll, en þeir höfðu þó þegar slegið í gegn með frumraun sinni, plötunni Led Zeppelin.

Íslenski blaðamaðurinn Stefán Halldórsson skrifaði eftir tónleikana að hér hefðu farið fram stærstu og merkilegustu bítlatónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi frá því að bítlahljómleikasögur hófust. Hljómsveitin stoppaði ekki nema í tæpa tvo sólarhringa á Íslandi en dvölin átti þó eftir að hafa áhrif á hana til frambúðar.

Hér varð til hugmyndin að einu þeirra þekktasta lagi, Immigrant song.

FarOut Magazine skrifar nú grein þar sem rakið er að frá upphafi hafi verið gífurlegur kraftur í Led Zeppelin. Þarna voru komnir eiturharðir rokkarar og þeim tekið alvarlega sem slíkum. Því hafi það farið framhjá fólki þegar þeir reyndu að blanda húmor í tónlistina sína. Fólk hreinlega sá ekki grínið. Lagið Immigrant Song hafi að hluta til átt að einkennast af húmor hljómsveitarmeðlima. En aðdáendur tóku því ekki sem slíku heldur af þungri alvöru.

Hljómsveitin hafi byrjað að semja textann þegar þeir voru staddir á Íslandi. „Við vorum ekki að vera neinir spjátrungar. Við vorum í alvörunni að koma frá landi íss og snjós. Við vorum gestir íslenskra stjórnvalda í menningarferð. Okkur var boðið að spila á tónleikum í Reykjavík, og deginum áður en við mættum fóru opinberir starfsmenn í verkfall og það átti að hætta við tónleikana,“ hefur Robert Plant sagt í viðtali.

„Háskólinn gerði tónleikastaðinn tilbúinn fyrir okkur og það var stórkostlegt. Viðbrögðin hjá krökkunum voru ótrúleg og við skemmtum okkur konunglega. Immigrant Song fjallaði um þetta ferðalag og fyrsta lagið á plötunni átti að vera allt öðruvísi.“

Lagið fór þó úr því að verða saga frá ferðalagi yfir í eitthvað allt saman. Eftir að meðlimir sveitarinnar settust niður til að semja lagið þá hafi blandast inn í textann vísanir úr goðafræði, ásamt öðru. Goðafræðin átti að vera grín, þar sem hljómsveitin líkir sér við víkinga. En fólk náði ekki gríninu. Tónlistin var það þung og krafturinn í sveitinni svo miskunarlaus að aðdáendum þótti líkingin við víkinga vera raunsæ og sönn.

Í textanum er talað um hamar guðanna og sú lína átti eftir að skilgreina hljómsveitina til frambúðar. Aðdáendur lýsa tónlistinni gjarnan sem hamri guðanna og hljómsveitin tók þetta hugtak og notaði sem titil bókar sinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“