fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fókus

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. nóvember 2024 10:29

Kristbjörg Jónasdóttir. Mynd/@krisjfitness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir er að koma sér aftur í rútínu eftir erilsama tíma. Hún ræðir einlæg um lífið og erfiðleikana í færslu á Instagram.

Kristbjörg hefur verið gift landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni síðan 17. júní árið 2017. Þau eiga saman þrjá syni. Fjölskyldan hefur verið búsett í Katar frá árinu 2019.

Undanfarið hálft ár hefur verið nóg að gera hjá þeim, en samningur Arons Einars með félaginu Al Arabi rann út í byrjun sumars og um tíma var óvíst hvað væri í vændum hjá fjölskyldunni.

Sjá einnig: Kristbjörg opnar sig – „Ef ég á að vera hreinskilin þá mislíkar mér óvissan“

„Við stóðum á krossgötum, við vissum ekki hvar við myndum búa, um vinnuna mína og við vissum ekki í hvaða skóla við myndum skrá drengina. Sem mér fannst vera erfiðast fyrir strákana, ég trúi að stöðugleiki sé lykillinn. Strákarnir byrjuðu í skóla á Íslandi og þurftu að aðlagast mörgu. Ég get ekki lýst því hversu stolt ég er af þeim,“ sagði Kristbjörg í október þegar allt var komið á hreint.

Snýst ekki um að vera fullkomin

Kristbjörg viðurkennir að hún hefur ekki verið eins virk á samfélagsmiðlum og venjulega. „En lífið hefur verið frekar erilsamt með öllum þessum breytingum og við að koma mér aftur í rútínu,“ segir hún.

„Ég er á þeim stað í lífinu að ég er að reyna að skapa góðar venjur og koma mér í rútínu þar sem ég er ekki að setja sjálfa mig aftast á forgangslistann.“

Kristbjörg segist vita að hún sé ekki sú eina sem líður svona. „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama, þannig ég vildi deila mínum hugsunum með ykkur,“ segir hún.

„Það getur gerst fyrir alla að detta úr rútínu og það er fullkomlega eðlilegt. Það sem skiptir máli er að þú sért tilbúin að halda áfram. Árangur snýst ekki um að vera fullkomin, heldur um að mæta aftur og aftur, jafnvel eftir bakslag. Slepptu taki af samviskubitinu og mundu af hverju þú hófst þetta ferðalag til að byrja með. Hvert skref, sama hversu lítið, færir þig nær markmiði þínu.

Byrjaðu á því sem þú getur gert í dag og treystu því að þetta skilar sér allt að lokum. Þú hefur gert þetta áður og getur gert þetta aftur. Þetta er þitt ferðalag og því er ekki lokið!“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag