fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Fókus
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 14:00

Sumarliði R. Ísleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögufélagið fagnar útgáfu bókarinnar Iceland & Greenland: A Millennium of Perceptions eftir Sumarliða R. Ísleifsson í Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8, á föstudag milli kl. 17 og 19.

Höfundurinn mun þann dag fagna sjötugsafmæli sínu.

Í fréttatilkynningu frá Sögufélaginu segir um útgáfuna:

„Sögufélag fagnar útkomu bókarinnar, Iceland and Greenland: A Millennium of Perceptions eftir Sumarliða R. Ísleifsson.

Ímyndir Íslands og Grænlands kannaðar í nýrri enskri útgáfu – þúsund ára saga viðhorfa rakin.

Bókin varpar ljósi á hvernig Ísland og Grænland hafa verið túlkuð af umheiminum á liðnum öldum í máli og myndum, allt frá miðaldaritum til samtímafjölmiðla.

Í bókinni er fjallað um hvernig þessi tvö lönd voru ýmist dásömuð eða fordæmd, sem ill eða góð og allt þar á milli. Fjallað er um hvernig þessar ímyndir hafa breyst á liðnum öldum, hvað þær segja um alþjóðleg viðhorf til norðurslóða – og hvernig þær móta enn í dag sýn fólks á Ísland og Grænland.

Sögufélag hefur frá stofnun árið 1902 gegnt lykilhlutverki í miðlun íslenskrar sögu en þessi útgáfa markar tímamót í sögu Sögufélags sem nú sækir í alþjóðlegan lesendahóp.

Bókin byggir á Í fjarska Norðursins. Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár, sem kom út á íslensku árið 2020. Árið eftir hlaut höfundur Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir verkið í flokki fræðirita. Í þessari útgáfu hefur textinn verið endurskoðaður í heild sinni, nýjum rannsóknum bætt við og fjöldi nýrra mynda prýðir verkið, þar á meðal elsta mynd sem á að sýna Ísland frá 15. öld og hefur ekki birst fyrr hér á landi.

Þýðandi bókarinnar er Julian Meldon D’Arcy og hönnuður er Sigrún Sigvaldadóttir.

Bókin er fáanleg hjá Sögufélagi og  í helstu bókaverslunum.“

Sjá Facebook-síðu útgáfuteitisins hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið