fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Gene Simmons svarar fyrir meintan perraskap – „Ég stend við allt sem ég sagði“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. október 2024 12:30

Gene Simmons sem áður var bassaleikarinn í rokksveitinni KISS. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gene Simmons, sem var áður bassaleikari rokkhljómsveitarinnar KISS, sér ekki eftir neinu varðandi ummæli sín í þættinum Dancing With the Stars. Hafa sumir netverjar á samfélagsmiðlum sagt ummæli hans í þættinum vera „perraleg.“

Um er að ræða þátt þar sem keppendur dönsuðu við þekkt hármetal lög hljómsveita á borð við Bon Jovi, Warrant og Twisted Sister. Sem gestadómari talaði Simmons mikið um útlit keppenda frekar en danshæfileika.

Meðal annars sagði hann: „Danny, ég er að segja þér það. Þú stendur við hliðina á einum af fallegustu konum á plánetunni.“

Hafa ber í huga að talsmáti sem þessi er ekkert nýtt hjá Gene Simmons, sem ásamt söngvaranum Paul Stanley, hafa meðal annars gortað sig af því hafa sofið hjá þúsundum kvenna. Má segja að kvensemi sé hluti af ímynd KISS.

Sjá einnig:

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Þetta virðist hins vegar hafa verið nýtt fyrir áhorfendum Dancing With the Stars. „Athugasemdir Gene Simmons um dömurnar minnir mann á ógeðslegan frænda sem reynir að tala við mann á ættarmóti,“ var sagt á samfélagsmiðlum.

Þessi „stormur“ virðist hins vegar ekki hafa haft mikil áhrif á Gene Simmons, sem leiðir nú sitt eigið sólóband eftir að KISS hættu á síðasta ári. Í samtali við breska blaðið The Daily Mail sagðist hann ekki sjá eftir neinu.

„Allir fjölmiðlar eru smellubeitur,“ sagði Simmons. „Ég stend við hvert orð sem ég sagði. Þetta var mjög gaman. Keppendurnir voru frábærir. Þátturinn var frábær. Horfið á þáttinn. Þetta var mjög gaman. En fjölmiðlarnir? Allir hafa eitthvað að segja. Horfið á þáttinn. Þetta var mjög gaman. Allir skemmtu sér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru
Fókus
Í gær

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?