Ferðaauglýsing um Osló sem birt var í lok júní hefur slegið í gegn fyrir öðruvísi nálgun, en svo virðist sem lítill áhugi sé á því að ferðamenn heimsæki borgina yfirhöfuð. Auglýsingin er á vegum Visit Oslo, sem er opinber ferðavefur borgarinnar.
Auglýsingin kynnir okkur fyrir Halfdan, sem er 31 árs og íbúi borgarinnar. ,,Ég myndi ekki koma hingað, ef ég ætti að vera hreinskilinn. Er þetta einu sinni borg? Ég bý hérna og ólst upp hérna, því miður.“
Segir hann Osló meira eins og þorp, maður hitti forsætisráðherrann á horninu og á næsta horni konunginn sjálfan.
,,Ef þú þarft ekki að standa í röð í margar klukkustundir er það þá þess virði að sjá það?“ segir Halfdam um listir og menningu. ,,Ekki alveg Mona Lisa,“ segir hann þar sem hann stendur við þekktasta málverk Norðmanna, Ópið eftir Edvard Munch.
,,Og ég er ekki sinni frægur,“ segir Halfdan um þá stöðu að geta labbað inn á næsta veitingastað og bara fengið borð, án þess að panta.