fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Karl Bretakonungur sagður brjálaður út af nýjasta útspili hertogahjónanna – Vill svipta þau titlum en óttast afleiðingarnar

Fókus
Sunnudaginn 26. maí 2024 11:31

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Tim Quinn hefur helgað sig málefnum bresku krúnunnar en hann hefur nú vakið töluverða athygli fyrir fullyrðingu þess efnis að til skoðunar sé að svipta hertogahjónin, Harry Bretaprins og Meghan Markle, konunglegum titlum sínum.

Quinn segir að nýleg ferð hjónanna til Nígeríu hafi farið fyrir brjóstið á Karli Bretakonungi og Vilhjálmi Bretaprins. Þeir hafi nú átt langar og líflegar samræður um að hreinlega svipta hertogahjónin konunglegum titlum sínum.

Bretar vilja titlana burt

Tæplega fjögur ár eru síðan hertogahjónin yfirgáfu Bretland og konunglegar skyldur sínar. Þetta gerðu þau að eigin sögn eftir fordóma sem mættu Meghan í Bretlandi. Bæði hafi hún mætt kynþáttafordómum hjá konungsfjölskyldunni og svo hafi hún verið lögð í einelti af fjölmiðlum og orðið fyrir rætnu netníði.

Gagnrýnendur segja það því hafa komið spánskt fyrir sjónir að hertogahjónin, sem hafi með dramatískum hætti sagt skilið við þær skyldur sem fylgja konunglegum titlum þeirra, séu á sama tíma að nota sér þessa titla sér til framdráttar, svo sem með ferðalagi til Nígeríu sem hafði á sér blæ konunglegrar sendiferðar.

New York Post greinir frá því að í könnun fyrir tímaritið Tatler árið 2020 hafi 68 prósent Breta verið þeirrar skoðunar að svipta ætti hertogahjónin titlum. Þetta var álitið fljótleg eftir að þau fluttu til Bandaríkjanna og sambærilegar kannanir í gegnum árin sýna að þessi tala hefur ekki minnkað heldur þvert á móti aukist – með öðrum orðum að yfirgnæfandi meirihluti Breta kærir sig ekki um að hertogahjónin fái að spóka sig um í Bandaríkjunum í skjóli konunglegra titla.

„Karl og Vilhjálmur hafa átt langar samræður um að svipta Meghan og Harry konunglegum titlum,“ sagði Quinn í samtali við The Mirror. Rithöfundurinn tók þó fram að hann hafi enga trú á því að konungurinn muni láta verða að þessu af ótta við viðbrögð Harry.

Dauðhræddir um bakslagið

Harry og Meghan hafa, eins og flest vita, látið nánast allt flakka um lífið bak við konunglegu tjöldin. Fyrst í eftirminnilegu viðtali við Oprah og svo með til dæmis sjálfsævisögu Harry, hlaðvarpsþáttum og heimildaþáttum á Netflix.

„Þeir eru dauðhræddir um að þeir fengju þetta aftur í bakið og geri þar með aðstæðurnar enn verri. Það seinasta sem þeir vilja er að gefa þessum uppreisnar konungshjónum meira til að kvarta undan. Vilhjálmur og faðir hans vita að jafnvel án titla sinna munu Meghan og Harry halda áfram að ferðast um heiminn líkt og þau séu konungleg og flestir í heiminum munu enn taka þeim opnum örmum sem slíkum.“

Öll einkenni opinberrar sendiferðar

Meghan og Harry vörðu þremur dögum í Nígeríu núna í maí. Þau sögðust ferðast á eigin vegum og að ferðin væri hreinlega fjölskylduferð. Quinn segir það þó kjaftæði enda leit ferðalagið út eins og hver önnur sendiherraferð  konungsfjölskyldunnar.

„Þarna voru öll einkenni opinberrar heimsóknar konungsfjölskyldunnar – móttökur, heimsóknir í skóla og til góðgerðasamtaka, heimsóknir til slasaðra hermanna og til fatlaðs fólks. Karl er sagður reiðari en hann hefur nokkurn tímann verið. Ræður Meghan og Harry og öll framkoma þeirra var líkt og þau væru enn að fá greitt fyrir konunglegar skyldur.“

Quinn sagði að konungurinn hafi með engu kunnað að meta þetta útspil hjónanna.

„Fyrir Karl og Vilhjálmur er þetta eins og Meghan og Harry séu að segja þem: „Við þurfum ekkert leyfi frá ykkur til að starfa sem konunglegir fulltrúar – við gerum það bara á okkar forsendum hvar og hvenær sem okkur sýnist“. Vilhjálmur og Karl klóra sér bara í höfðinu og hugsa: „Hvernig getum við náð utan um þessa martröð?“.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram