fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fókus

Neitar að hafa tekið Ozempic til að léttast – Þetta gerði hann í staðinn

Fókus
Föstudaginn 14. júní 2024 10:31

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jesse Plemons þvertekur fyrir að hafa notað Ozempic til að léttast.

„Það er mjög óheppilegt að ég ákvað að lifa heilsusamlegri lífsstíl einmitt þegar allir ákváðu að byrja á Ozempic,“ sagði hann í samtali við Los Angeles Times.

„Það skiptir ekki máli, það munu allir halda að ég hafi verið á Ozempic hvort sem er.“

Aðspurður hvað hafi verið kveikjan að breyttum venjum og hollari lífsstíl sagði Plemons að hlutverk hans í kvikmyndinni Civil War hafi spilað þar inn í.

„Ég gat ekki séð hann [persónuna] í þeirri stærð sem ég var,“ sagði hann.

Plemons sagðist einnig hafa rannsakað hegðun hermanna og hafi í kjölfarið ákveðið að breyta alveg mataræðinu.

„Nokkrir sögðu mér frá föstum (e. intermittent fasting) og ég ákvað að prófa,“ sagði hann og bætti við að það hafi komið honum á óvart hversu vel það hafi virkað fyrir hann.

Eftir að tökum lauk fann leikarinn að hann væri kominn á gott ról og hann hélt áfram að léttast.

„Mér leið betur og hugarfarið breyttist. Ég var bara kominn með góð tök á þessu.“

Föstur, eða tímabundnar föstur (intermittent fasting), snúast um að borða ekki í stóran hluta af sólarhringnum. Vinsælast er að fasta í sextán tíma á sólarhring og borða í átta (16:8) en leikarinn greindi ekki frá því hvers konar tímaramma hann væri að fylgja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“