fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fókus

Spjallþáttadrottningin var flutt á spítala með hraði

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2024 10:14

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er goðsögn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oprah Winfrey spjallþáttadrottning með meiru var nýlega flutt með hraði á spítala. Vinkona hennar Gayle King sagði að ástandið væri alvarlegt, um væri að ræða alvarlega magakveisu og Winfrey hefði þurft að fá vökva í æð vegna ofþornunar.

Ekki er vitað hvenær Winfrey dvaldi á spítala, en King sagði frá atvikinu í þætti sínum CBS mornings í gær. Winfrey átti að mæta sem gestur í þáttinn, en komst ekki heilsu sinnar vegna.

„Hún var með einhverja magakveisu, hún var með upp og niður. Ég vil ekki vera með of grafískar lýsingar. En hún endaði á spítala með ofþornun, þurfti að fá vökva í æð, þetta var mjög alvarlegt. Ég vona að hún verði ekki reið við mig fyrir að segja frá þessu,“ sagði King.

Talsmaður Winfrey sagði stuttu síðar að hún væri að ná sér eftir magakveisu.

Nokkrir mánuðir eru síðan Winfrey greindi frá því að hún hefði misst um 20 kg með notkun Ozempic. Fjölmiðlar vestanhafs fóru á flug eftir tilkynningu King, og hringdi hún myndsímtal í vinkonu sína í morgun, sem sagðist vera á góðum batavegi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gayle King (@gayleking)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa