fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Þetta eru móðganirnar sem forfeður og mæður okkar notuðu – Sauðbítur, hórbarn og eldhús-fífl

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 16. júní 2024 12:00

Víkingarnir kunnu þá list að móðga. Mynd/Rimmugýgur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar kunna þá list að blóta og móðga hvern annan afar vel. Hafa þeir gert það frá því að þeir komu fyrst af skipunum frá Noregi fyrir meira en þúsund árum. En orðin voru vitaskuld ekki þau sömu á níundu öld og þau eru í dag.

Vefsíðan Mental Floss tók saman 21 helstu móðganirnar sem víkingarnir hentu að óvinum sínum eða öðrum sem þeir vildu henda styggðaryrðum að. Orðin eru á norrænni tungu sem af norðurlandamálunum líkist einna helst íslensku. Sum þeirra eru notuð enn í dag.

 

 1. Amlóði – Flón eða einhver sem er of heimskur til að vinna þau verk sem hann á að vinna. Einnig einhver sem hefur lítinn dug eða þol.

 

 1. Argur (Argr) – Veikburða, ragur eða huglaus. Einnig sá sem er í vondu skapi eða pirraður.

 

 1. Eldhús-fífl – Einhver sem er svo heimskur að hann situr við eldinn í eldhúsinu allan daginn.

 

 1. Frunti – Ruddi eða fauti.

 

 1. Geit – Huglaus eða ragur (samanber raggeit).
Ragur sem geit. Mynd/Getty

 

 1. Grybba – Ljót eða skapill kerling.

 

 1. Hórbarn – Barn sem getið var utan hjónabands.

 

 1. Hórkarl – Karl sem sængar utan hjónabands síns.

 

 1. Hórkerling – Kona sem sængar hjá mörgum mönnum.

 

 1. Hrímaldi – Letingi. Hrím er sótið af katlinum. Sá sem frekar vill hanga við eldinn en að vinna.

 

 1. Hrísungur (hrísungr) – Lausaleiksbarn, barn ambáttar eða barn þar sem vafi leikur á um faðernið.

 

 1. Hrotti – Þýðir upphaflega sverð en var notað um grófa menn sem höfðu óþægilega nærveru. Merkingin hefur aðeins breyst í seinni tíð og er nú aðallega notað um ofbeldishrotta.

 

 1. Mátviss – Sá sem lyktar af kjöti. Matgráðugur eða gráðugur.

 

 1. Níðingur (níðingr) – Níð merkir rógburður. Níðingur er hræðileg manneskja eða illgjarn skúrkur. Seinna breyttist merkingin í þann sem níðist á einhverjum.

 

 1. Sauðbítur (sauðbítr) – Sá sem bítur sauðfé, dýrbítur, hundur.

 

 1. Skröggsligur (skröggsligr) – Skröggur þýðir refur en skröggslegur skrýtinn, hallærislegur eða ljótur.
Hallærislegur eins og skröggur. Mynd/Getty

 

 1. Slyðra – Blautur og slímugur klumpur eða kökkur. Notað yfir þann sem er sérlega illa til hafður.

 

 1. Snápr (snápur) – Sá sem lýgur og miklar sjálfan sig. Manneskja sem er ekki traustsins verð.

 

 1. Trolshamber – Beint að konum. Einhver sem líkist drýsli.

 

 1. Tuddi – Þýðir boli. En var einnig notað um nískt fólk.

 

 1. Vargdropi – Vargaskítur eða úlfaskítur. Barn sem var getið á meðan faðirinn var í útlegð eða barn fætt úti í skógi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar