fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fókus

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Fókus
Fimmtudaginn 13. júní 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn John Grant segist njóta þess að læra íslensku en tungumálið sé þó bæði flókið og erfitt. Þó hann sé Íslendingur í dag séu rætur hans í Bandaríkjunum og hefur hann miklar áhyggjur af uppgangi Donald Trump og þeim hugmyndum sem forsetinn fyrrverandi stendur fyrir. Hann opnar sig í viðtali við The Independent.

Hann segir það hafa verið auðmýkjandi lífsreynslu að læra íslensku. Tungumálið sé flókið og erfitt að það sé erfitt að beygja það undir eigin vilja.

„Því ég get ekki beygt það undir eigin vilja eins og ég gat með þýsku og rússnesku á sínum tíma. Það er bara svo erfitt og flókið og svo margar ólíkar breytur sem erfiða manni verkið – þetta er eins og frumskógur.“

Á meðan á viðtalinu stóð reyndi hann að útskýra íslensk hugtök fyrir blaðamanni svo sem orðið kríublundur. Þetta séu dæmi um hugtak sem enska nær ekki utanum og því erfitt fyrir aðra að skilja. Kríublundur eigi rætur að rekja til þess að rétt áður en krían stingur sér í sjó til að fá sér í gogginn þá stoppar hún í loftinu um stund.

„Ég reyni að passa mig að æfa mig að tala íslenskuna á hverjum degi, ég get ekki sleppt því. Það gefur mér svo mikið að læra og ég finn fyrir afslöppun.“

Þó Grant hafi lengi verið búsetur á Íslandi eru ræturnar hans þó enn í Bandaríkjunum og hann segir erfitt að vita til þess að margir í fjölskyldu hans styðja við Donald Trump. Þetta hafi valdið deilum innan fjölskyldunnar og upplifir hann stuðninginn við fyrrum forsetann sem eins konar svik. Það sé þó ekki Trump sem er vandinn heldur það sem Trump stendur fyrir og það sem hann er að hvetja Bandaríkjamenn til að hugsa og gera.

„Mér finnst eins og fólk hafi ekki lært sína lexíu. Það virðist vera fullkomlega eðlileg skoðun þessa dagana að trúa því ekki að helförin hafi átt sér stað. Fólk getur bara sagt það á almannafæri. Mér virðist sem að fólk sé ófært um að læra af sögunni,“ segir Grant en tekur fram að hann sjái ekki fyrir sér að nasismi nái að skjóta rótum á Íslandi, enda samfélagið lítið. En öðru máli gegnir með Bandaríkin.

Hann segist taka Trump og hugmyndafræði hans sérstaklega nærri sér eftir reynslu sína að alast upp í Bandaríkjunum sem samkynhneigður maður. Uppvöxturinn hafi einkennst af fordómum og áföllum svo Grant endaði með að leggja á flótta í vímugjafa og áhættuhegðun. Sem betur ferð hafi umburðarlyndið orðið meira með tíð og tíma en þá hafi Trump komið til sögunnar og samhliða bakslag í baráttuna. Nú sé það svo að tilvist samkynhneigðra er ekki lengur neitað en á sama tíma virðist fordómafullir telja að þetta umburðarlyndi þýði að samkynhneigðir eigi að hafa sig hæga og ekki reyna að sækjast eftir völdum eða öðru sem fordómafullir gagnkynhneigðir telja sig hafa einkaréttinn að.

„Þetta eru ofbeldisfull viðbrögð við þeirri staðreynd að við „perrarnir“ erum farnir að lifa of þægilegu lífi. Eða þannig upplifði ég það.“

Viðtalið má lesa hjá Indepentent. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“