fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2024 09:29

Joaquim Valente og Gisele Bündchen. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og Joaquim Valente eru hætt saman samkvæmt heimildum erlendra miðla.

InTouch Weekly greinir frá því að það hafi slitnað upp úr sambandi þeirra í kjölfar Netflix-þáttarins þar sem fyrrverandi eiginmaður Gisele, NFL-stjarnan Tom Brady, var „grillaður“ af öðrum stjörnum.

Stjörnurnar létu Brady heyra það í þættinum „The Roast of Tom Brady“ í byrjun maí. Það var skotið nokkrum sinnum á hann varðandi skilnað hans og Bündchen, einnig voru nokkrir brandarar um fyrirsætuna og Valente.

Sjá einnig: Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady

Samkvæmt heimildarmanni InTouch Weekly var „sviðsljósið of mikið“ fyrir Valente, sem var jiu-jitsu þjálfari fyrirsætunnar áður en þau byrjuðu saman.

„Joaquim er venjulegar gaur,“ sagði heimildarmaðurinn. „Hann er ekki vanur allri þessari athygli.

Það er ekki vitað hvenær Bündchen, 43 ára, og Valente, 34 ára, hættu saman en þau hafa ekki verið mynduð saman síðan í lok apríl.

„Hann þoldi það ekki“

Heimildarmaðurinn sagði að Netflix-þátturinn hafi verið högg fyrir parið þar sem það var skotið mörgum sinnum á samband þeirra.

„Joaquim varð að athlægi. Fólk byrjaði að spyrja hann hvort hann væri ástæðan fyrir skilnaði Brady og Bündchen. Hann þoldi það ekki,“ sagði hann.

Heimildarmaðurinn sagði einnig að fyrirsætan líti svo á að það sé hennar fyrrverandi að kenna að hún og Valente hafi hætt saman. „Með því að samþykkja að fara í þáttinn og vera grillaður, þá setti hann skotmark á bak Joaquim.“

Það er vert að taka fram að hvorki Bündchen né Valente hafa staðfest sambandsslitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“