fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Orðanotkun Svövu í 17 vekur úlfúð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. júní 2024 10:30

Svava Johansen Mynd: Skjáskot visir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar á fjórða tímanum á laugardag, slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti og þá hafði hann logað í um níu klukkustundir.

Töluvert vatnstjón varð í verslunarmiðstöðinni og altjón varð í tíu verslunum. Eigendur verslana fengu að vitja um verslanir sínar um nóttina og skoða ástandið.

DV ræddi í gær við Tinnu Brá Baldvinsdóttur, eiganda Hrím, sem sagði tjónið mikið áfall. „Tjónið er gríðarlegt hjá okkar góðu nágrönnum líka. Ég vona að það gangi vel að koma öllu í stand og að við jöfnum okkur fallega á þessu áfalli. Því áfall er þetta.“

Sjá einnig: Eigandi Hrím segir eldsvoðann í gær hafa verið mikið áfall – „Ég hreinlega skelf“

Vísir hefur fylgst með málinu frá upphafi og birt fjölda viðtala við starfsmenn og eigendur verslana Kringlunnar. Viðtal við Svövu Johansen, eiganda NTC, sem á fjölmargar verslanir í Kringlunni hefur vakið umtal á samfélagsmiðlum. Verslunin Gallerí 17 er sú sem kom verst út úr brunanum.

„Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara, þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð svona tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava.

„Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna einhverjar lausnir á því hvernig næstu skref eru.“ 

Vísir birtir viðtalið við Svövu með kvóti úr viðtalinu sem fyrirsögn: „Þetta var bara eins og hryðju­verk“

Óhætt er að segja að orðanotkun Svövu fær litla samúð hjá netverjum. 

„Algerlega óviðeigandi orðanotkun og þynnir algerlega það sem konan vil koma á framfæri. Oj.“

„Bremsaðu þig drama-drottning held þú gerir þér litla grein fyrir hvað er að verða fyrir hryðjuverki!“

„Augljóst að Svava þekkir ekki merkingu orðsins „hryðjuverk“. Slíkt er venjulega framið af fólki í ákveðnum tilgangi. Hitt er tjón af völdum eldsvoða.

Nokkrir segjast skilja að Svava hafi verið í áfalli og um tilfinningalegt tjón að ræða, en að sama skapi sé hún líklega tryggð fyrir öllu tjóni.

„Eitthvað finst mér sum kommentin vera kljen og á lágu plani . Áföll eru líka og ekkertt síður erfið tilfinningalega fyrir athafnafólk. Ég vona heilshugar að ykkur öllum Kringlufjölskyldunni gangi sem best við endurreisninina því Kringlan er okkur Íslendingum meira virði en við viljum kannast við og þar með þið líka, fólkið sem leggur sig fram um að vera „Kringlan“. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd