fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fókus

Gypsy Rose opnar sig um hvernig hún kannaði kynhneigð sína í fangelsi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. júní 2024 11:29

Mynd: Phillip Faraone/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gypsy Rose Blanchard varð frjáls kona í desember síðastliðnum eftir að hafa afplánað átta ár af tíu ára dómi sínum.

Hún var dæmd fyrir morðið á móður sinni, Dee Dee Blanchard, árið 2016. Gypsy þurfti að þola margra ára ofbeldi af hendi móður sinnar sem glímdi við sjúkdóminn Munchausen by proxy, sem gerði það að verkum að hún beitti hinum ýmsu brögðum til að sannfæra umheiminn, sem og dóttur sína, um að Gypsy Rose væri langveik.

Sjá einnig: Sjáðu fyrstu myndirnar af frjálsri Gypsy Rose eftir 8 ára afplánun fyrir morðið á móður sinni

Mikið hefur gengið á síðan hún losnaði úr fangelsi. Hún giftist Ryan Scott Anderson á meðan hún sat inni og varði hún fyrstu mánuðum frelsisins með honum en þau eru nú að skilja. Hún er nú byrjuð aftur með fyrrverandi unnusta sínum, Ken Urker. Þau voru trúlofuð á meðan hún sat inni frá 2018 til 2020. Þau fengu sér nýverið eins tattú af husky hundum.

Gypsy opnar sig um hvernig tími hennar í fangelsi hafði áhrif á hana, á marga vegu, í raunveruleikaþáttunum Life After Lock Up á LifeTime. Fyrsti þáttur kom út í byrjun júní og verða þeir samtals fjórir í seríunni.

„Stór hluti af því að verða kona er að læra að líða vel með kynhneigð sína, en mér leið ekki vel með það í mörg ár,“ sagði hún.

Gypsy viðurkenndi að hún hafði eytt stórum hluta ævinnar að efast um kynhneigð sína. Hún sagði að þó hún hafi laðast að stelpum þegar hún var unglingur þá hafi hún aldrei fengið tækifæri til að skoða þessar tilfinningar nánar. Það var ekki fyrr en hún var dæmd í fangelsi sem það breyttist.

„Ég fékk að prófa mig áfram í fangelsi. Ég held að ég sé búin að kyssa fleiri stelpur en stráka,“ sagði hún.

Hún sagði að það væri „regla varðandi sjálfsfróun í fangelsi“ og þess vegna hafi kynhvötin verið lítil sem engin á þeim tíma. En það breyttist þegar hún varð frjáls kona í desember.

„Ég er að læra margt um mig sjálfa,“ sagði hún hlæjandi. „Ég er frík!“

Gypsy Rose Blanchard
Gypsy Rose. Mynd/Instagram

Í þættinum ræddi Gypsy einnig um hvernig fyrrverandi eiginmaður hennar, Ryan Anderson, hafi hjálpað henni að líða vel í eigin skinni, sérstaklega þegar viðkemur kynlífi.

„Ég er mjög vör um mig sjálfa því ég er með ör um allan líkama,“ sagði hún og bætti við að hún hafi verið hrædd um að honum þætti hún ekki aðlaðandi.

„En hann var alveg: „Þetta er í lagi.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“
Fókus
Í gær

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“
Fókus
Fyrir 4 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum