fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Gríma til sölu á Temu sem minnir skuggalega á Kára Stefánsson

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. júní 2024 10:34

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski netverslunarrisinn Temu hefur verið mikið til umræðu undanfarið og hefur til að mynda Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hvatt landsmenn til að gæta varúðar við kaup á vörum frá fyrirtækinu.

Það er hægt að fá ótrúlegustu hluti á Temu, meðal annars grímu sem er skuggalega lík Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Netverjinn Gunni, sem kallar sig GunniBer á X, áður Twitter, vakti athygli á grímunni á miðlinum.

„Er einhver búinn að panta Kára Stef grímuna á Temu?“ spurði hann.

Umdeild netverslun

Það mætti segja að Temu hafi komið eins og stormur á samfélagsmiðla íslenskra neytenda. Fyrir nokkrum vikum fóru landsmenn allt í einu að sjá auglýsingar frá kínverska netverslunarrisanum. Margir voru óvissir um hvort þessu fyrirtæki væri treystandi þar sem þeim þótti verðið of gott til að vera satt. Sumir settu inn spurningar í Facebook-hópa á borð við Verslun á netinu og báru aðrir meðlimir fyrirtækinu ekki góða söguna.

HMS birti tilkynningu á vefsíðu sinni fyrr í mánuðinum og hvatti landsmenn til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir  markaðsverði, eins og Temu.

Sjá einnig: Helga Sigrún varar við nýjum netverslunarrisa sem herjar á landsmenn – „Góðir dílar geta verið snöggir að súrna“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“