fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Fókus
Mánudaginn 6. maí 2024 15:29

Ragga Nagli. DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að það er aragrúi af upplýsingum á netinu og samfélagsmiðlum um mismunandi þyngdartapsaðferðir, svo mikið að það er oft erfitt að sía út hvað er árangursríkt og hvað ekki.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

Í nýjum pistli á Facebook fer Ragnhildur yfir hvaða aðferðir til þyngdartaps eru ofmetnar og hverjar eru vanmetnar. Hún byrjar á ketó.

„Ketó er ágætt til síns brúks en það er engin töfralausn. Það er einfaldlega ein aðferð til að borða færri hitaeiningar og borða minna af unnum mat og meira af ferskri fæðu. Mettunarstig fitu er mjög hátt svo matarlystin minnkar ósjálfrátt,“ segir Ragnhildur.

Föstur

„Föstur eru vinsælli en kóksjálfsali í Sahara. En föstur henta ekki öllum. Rannsóknir sýna að föstur geta haft neikvæð áhrif á hormónabúskap kvenna, sérstaklega ungra kvenna. Karlmenn eiga yfirleitt auðveldara með að sleikja horrimina í 15-16 tíma á dag,“ segir hún.

Þolæfingar og langar æfingar

„Mjög langar þolæfingar oft í viku rænir þig orkunni sem þú gætir annars nýtt í að lyfta þungt og byggja kjöt.

Til að hindra að líkaminn dragi ekki úr vöðvastærð og styrk til að aðlagast of mörgum þolæfingum gætirðu fækkað þeim smám saman og/eða stytt þær niður í hamagang á hárri ákefð. Til dæmis hringþjálfun með lóðum, Crossfit æfingar, eða lotuþjálfun þar sem þú keyrir púlsinn upp í rjáfur með rólegri lotum á milli,“ segir hún og bætir við:

„Þú þarft heldur ekki að æfa í marga klukkutíma á dag alla daga vikunnar til að sjá árangur. Þú þarft ekki að mauksjóða hvern einasta vöðva á hverri einustu æfingu. Meira að segja getur það verið að skjóta sig í fótinn. Því þú þarft meiri tíma til að jafna þig og aðlagast. Stirð liðamót og lamandi harðsperrur eru heldur ekki hvetjandi til að hamra járnið aftur.“

Verkfæri sem er hægt að nota

Þetta eru allt verkfæri sem geta nýst í fitutapi en það verða engar hamfarir hvort sem þú fleygir þeim út í hafsauga eða fylgir þeim eins og stafur á bók.

Hins vegar eru gamaldags ókynæsandi metóður til starfans sem hafa stórkostleg áhrif á árangurinn en fæstir skeyta þanka,“ segir Ragnhildur.

Göngutúr er allra meina bót

„Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að fólk í borgum er ólíklegra til að glíma við offitu eða yfirþyngd og aðalástæðuna megi rekja til daglegrar göngu til og frá vinnu í stað þess að sitja grafkyrr í bifreið. Dagleg 30-45 mínútna ganga lækkar líka kólesteról, blóðþrýsting og minnkar líkur á hjartaáföllum.“

Mataræði og brennsla

„Prótín eru byggingarefni vöðvanna og viðheldur veru þeirra á skrokknum. Ef þú lyftir og hamast en tutlar í prótín eins og spörfugl gætirðu allteins byggt hús án steypu. Brennsluáhrif prótíns er líka frekar hátt sem þýðir að það krefst meiri orku að brjóta niður og ferla prótín en kolvetni og fitu,“ segir Ragnhildur.

„Eftir járnrífingar er grunnbrennslan eins og kjarnorkuofn í 24-72 tíma eftir þunga lyftingaæfingu að nýta eld og brennistein í að verða sterkari því skrokkurinn er á yfirsnúningi í prótínmyndun í vöðvum og að skúra út mjólkursýru og önnur úrgangsefni sem myndast við átökin.

Það sem byggir styrk er að lyfta þungt, með rétta tækni, gæði endurtekninga og fallegt lyftingaform að leiðarljósi.“

Svefn

„Svefninn er undirstaðan fyrir harðkjarna átök við járnið, betri ákvarðanir í matarvali, jafnvægi á svengdar og sedduhormónum og djúpa endurheimt í vöðvum og miðtaugakerfi. Þegar við förum á æfingu styrkjast taugabrautir sem tengja vöðva og læra nýja færni og tækni. En það er ekki bara æfingin sem skapar meistarann. Æfing með nægum svefni skapar meistarann,“ segir Ragnhildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“