fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 5. maí 2024 19:59

Ólafur Laufdal og Dagur Gunnarsson eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðflúrarnir Dagur Gunnarsson og Ólafur Laufdal eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Þeir halda úti hlaðvarpinu Blekaðir á streymisveitunni Brotkast þar sem þeir taka viðtöl við einstaklinga í húðflúrssenunni hér á landi.

Þeir segja að það hafi verið ömurlegt að lesa fréttir í febrúar síðastliðnum um mann í þeirra stétt sem hafði áreitt viðskiptavin. Þeir ræða málið frekar í spilaranum hér að neðan, brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér. 

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Í febrúar lýsti kona hræðilegri reynslu í stól húðflúrara á snyrtistofu í Kópavogi. Hún sagðist hafa þurft að sitja í tvöfalt lengri tíma í stólnum hjá manninum sem flúraði mynd, sem hún hafði ekki samþykkt, og hún sagði hann einnig hafa áreitt hana kynferðislega. Konan þurfti að fara og láta breyta og fjarlægja húðflúrið með laser aðgerð, sem er bæði dýrt og sársaukafult.

Í samtali við DV sagði konan að maðurinn hafði læst hana inni, boðið henni kókaín, gripið í rassinn á henni og brjóstin og potað í klofið á henni. Þegar hún hafi grátið hafi hann kallað hana smábarn.

Málið vakti mikinn óhug og segir Ólafur að hann hafi strax farið að kynna sér hver umræddur maður er. Þar sem maðurinn var ekki nafngreindur í fréttum.

„Ég fór beint í að kynna mér hver þetta var og fór að skoða verk eftir hann og þá sá maður svona… það var kannski einhver með tattú á handarbökunum og var svo bara berbrjósta að halda fyrir. Þá hefur hann beðið hana um að afklæða sig fyrir myndina, fyrir eitthvað tattú sem var ekki á búknum. Mjög perralegt,“ segir Ólafur.

„Það eru hálfvitar alls staðar því miður,“ segir Dagur.

„Þetta er glatað að lesa svona, en algjörlega gott hjá henni að segja bara frá þessu og vara fólk við. Það eru ekki allir sem myndu gera það,“ segir Ólafur.

Ólafur Laufdal og Dagur Gunnars.

Enn starfandi í dag

Umræddur maður er enn starfandi en hann er ekki að vinna á neinni tattústofu. Hann var á þeim tíma með aðstöðu á snyrtistofu í Hamraborg í Kópavogi en samkvæmt samfélagsmiðlum hans er hann enn starfandi en ekki er víst hvort hann sé enn á snyrtistofunni eða hafi fært reksturinn annað. Samkvæmt heimildum DV sótti hann um leyfi hjá heilbrigðiseftirlitinu nýlega.

„Þetta var allavega ekki Black Kross, viljum koma því alveg á framfæri,“ segir Dagur.

Dagur og Ólafur halda úti hlaðvarpinu Blekaðir á streymisveitunni Brotkast. Smelltu hér til að hlusta eða horfa.

Dagur Gunnars á Instagram.

Ólafur Laufdal á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“
Hide picture