fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 20:00

Guðbjörg Ýr og Sigurður Péturson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir er nýjasti gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpsþættinum Fullorðins.

Guðbjörg er 44 ára og vinnur á Landspítalanum og hefur upplifað mörg áföll í gegnum ævina. Hún ræðir sögu sína í þættinum og opnar sig um eftirmála viðtals sem hún fór í árið 2015 um föður sinn, skipstjórann Sigurð Pétursson.

Árið 2015 tók Kidda, þáttastjórnandi Fullorðins, viðtal við Guðbjörgu fyrir Hún.is. Þá hafði faðir Guðbjargar nýverið komist í fréttirnar vegna sjávarháska sem hann lenti í á báti sínum á leiðinni frá Bolungarvík til Grænlands. Með honum í för voru þriggja ára dóttir hans og nítján ára sambýliskona. Hann var þá tæplega sjötugur.

Sigurður Pétursson hefur gjarnan verið kallaður Ísmaðurinn í fjölmiðlum í gegnum árin. Hann flutti til Grænlands í lok tíunda áratugarins.

„Grænland er mjög stórt land og þar búa tvær ef ekki þrjár þjóðir. Pabbi býr á austurströndinni, við erum reyndar ekki í samskiptum,“ segir Guðbjörg.

„Það er mikill munur á því hvort þú sért í Nuuk eða austurströndinni. Nuuk er orðið mjög flott samfélag, menntun og menning og bara mjög mikil gróska á suðvesturströndinni. Á austurströndinni er náttúrlega mjög mikil fátækt, yfir 90 prósent atvinnuleysi. Það eru miklar líkur að það sé búið að misþyrma stúlkum og yfir 80 prósent líkur að það sé búið að misþyrma þeim kynferðislega fyrir tvítugt. Mjög mikið um sjálfsvíg, mikil fátækt og það eru ekki nema rúmlega hundrað ár síðan það var vitað að það byggi fólk á austurströndinni. Og þau eiga mjög litla möguleika.“

Í viðtalinu á Hún.is gagnrýndi Guðbjörg föður sinn harkalega og sagði hann hafa nýtt sér viðkvæma stöðu Önnu, ungu sambýliskonu hans. „Hún var barn sem leitaði til hans í leit að hlýju og hann bregst þessu trausti,“ sagði hún. 47 ára aldursmunur er á Sigurði og Önnu.

Hægt er að lesa umrætt viðtal hér.  

No photo description available.
Skjáskot/Facebook-síða Iceman

Eftirmálar viðtalsins

Guðbjörg hætti í samskiptum við föður sinn nokkrum árum fyrir viðtalið, en þegar viðtalið fór í loftið var eins og hún hafi varpað sprengju inn í fjölskylduna. Hún varð í kjölfarið „svarti sauður fjölskyldunnar.“

„Þegar maður er búinn að vera gullna barnið en er síðan eina manneskjan í fjölskyldunni sem segist ekki ætla að þegja og taka þátt í þessum leik… Þetta var vont, þetta meiddi fjölskylduna og svona. En þetta hafði ekkert með þau að gera heldur mig og fyrir hvað ég stend. Mér finnst þetta ekki rétt, alveg sama hvort þetta er stelpa úr Hafnarfirði eða stelpa frá Grænlandi. Mér finnst heldur ekkert rétt við það að karlmenn á sextugsaldri séu að ná sér í átján, nítján ára stelpu frá Taílandi, en því miður er ekkert hægt að gera í því, því þær eru „fullorðnar“ samkvæmt lögum,“ segir Guðbjörg og bætir við að þessar stúlkur séu bara að reyna að lifa af.

„En þegar barnið er svona ungt þá er ekkert rétt við þetta. Þetta var mjög brothætt út frá því.“

„Hann er enginn hetja“

Guðbjörg sagðist halda að samband föður hennar og Önnu hafi byrjað þegar Anna var í kringum þrettán til fjórtán ára, en hún veit það ekki fyrir vissu. Hún man samt eftir því þegar Sigurður og Anna komu til landsins þegar Anna var um fjórtán til fimmtán ára, þá gistu þau í sama rúmi sem Guðbjörgu þótti skrýtið. Tæpu ári síðar varð Anna ólétt.

„Hann er engin hetja. Það er engin hetjudáð að vera fyllibytta sem flytur til Grænlands og barnar barn,“ sagði Guðbjörg á sínum tíma.

Horfðu á allan þáttinn með Guðbjörgu á Fullorðins.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“