Rami Malek og Emma Corrin hafa bæði getið sér gott orð í leiklistabransanum um árabil. Malek, 42 ára, sló í gegn í þáttunum Mr. Robot og vann til fjölda verðlauna fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody sem kom út árið 2018.
Corrin, 27 ára, skilgreinir sig kynsegin. Hán lék lafði Díönu Spencer í The Crown og fór með aðalhlutverkið í myndinni Lady Chatterley‘s Lover sem kom út á Netflix í fyrra.
Malek og Corrin staðfestu ástina í göngutúr með hundinn þeirra í gær. DailyMail birti myndir af þeim þar sem má sjá þau kyssast og halda utan um hvort annað.
Orðrómur um samband þeirra fór fyrst á kreik í sumar, þegar þau voru mynduð saman á tónleikum Bruce Springsteen í London.
Malek var áður með leikkonunni Lucy Boynton, hvorugt þeirra hefur tjáð sig um sambandsslitin en virðist koss hans og Corrin staðfesta að fimm ára sambandinu sé lokið.