fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Sýning einnar vinsælustu kvikmyndar sögunnar á Netflix vekur reiði

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska kvikmyndin Titanic verður tekin til sýningar á efnisveitunni Netflix þann 1. júlí næstkomandi. Titanic sem var frumsýnd árið 1997 er fjórða mest sótta kvikmynd sögunnar í kvikmyndahúsum heimsins. Myndin fjallar um kynni ungrar hefðarkonu, sem leikin er af Kate Winslet, og fátæks listamanns, sem leikinn er af Leonardo DiCaprio, á farþegaskipinu Titanic, sem sökk í Norður-Atlantshafi árið 1912 eftir að hafa siglt á ísjaka.

Eins og mörgum er kunnugt fórst kafbáturinn Titan með fimm menn innanborðs í liðinni viku við skoðunarferð að flaki Titanic.

Í frétt Variety segir að sú staðreynd að Titanic verði tekin til sýningar á Netflix svo skömmu eftir Titan-slysið hafi vakið reiði á samfélagsmiðlum. Meðal ummæla sem fólk hefur viðhaft á samfélagsmiðlum er að Netflix sé að fara yfir öll velsæmismörk með sýningu myndarinnar. Netflix hefur verið sakað um að reyna að græða á Titan-slysinu með því að hefja sýningar á kvikmyndinni.

Einn notandi Twitter segir streymisveituna haga sér með hætti sem sé miklu meira en ósmekklegur.

Samkvæmt heimildum Variety er þó um einskæra tilviljun að ræða. Fyrst að Titanic verði sýnd á Netflix frá og með 1. júlí sé ljóst að samið hafi verið um sýningarréttinn við framleiðendur myndarinnar fyrir mörgum mánuðum og þar með löngu áður en Titan fórst.

Leikstjóri Titanic, James Cameron, hefur farið í margar ferðir sjálfur, í kafbátum, niður að flaki farþegaskipsins sem kvikmynd hans er nefnd eftir. Hann hefur tjáð sig opinberlega um Titan-slysið og sagt að margir hafi lýst yfir áhyggjum vegna ástands og öryggis bátsins. Cameron segir margt líkt með Titanic-slysinu og Titan-slysinu. Í báðum tilfellum hafi skipstjórinn siglt ótrauður áfram þrátt fyrir viðvaranir um að mikil hætta steðjaði að.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?