fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Er dónalegt að halla sætinu aftur í flugvél? 

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 11:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir flugfarþegar þekkja það að sætum véla má halla aftur, mörgum til mikillar gleði og þæginda, en þeim sem fyrir aftan þá sitja til mikillar armæðu.  En hvernig eru samskiptareglurnar, er í lagi að halla sætinu aftur og þá hvenær, eða er það argasti dónaskapur?

Í myndbandi sem deilt var á TikTok og síðar á X má sjá rifrildi á flugi, þar er kona að rífast við manninn fyrir aftan hana í vélinni.

„Mér er heimilt að setja sætið mitt aftur,“ segir konan ítrekað eftir að hafa kvartað undan því að farþeginn fyrir aftan hana hafi ýtt í sætið hennar allt flugið. Myndbandið vakti athygli netverja og skrifuðu margir athugasemdir við það. 

„Hún hefur leyfi til að setja sætið sitt aftur. Þú færð ekki að sparka í það ítrekað bara vegna þess að þú vilt meira pláss.“

„Þeir bættu við takkanum til að halla sætinu aftur af ástæðu. Það kostaði flugfélagið í raun aukapening að láta úbúa þennan sætismöguleika, hann er ætlaður til notkunar.“

Sumir sögðu það óskrifaða reglu að ekki mæti halla sætinu aftur, þar sem farþegarými verða sífellt þrengri. Staðreynd sem væri flugfélögum að kenna og því ætti ekki einu sinni að bjóða upp á þann möguleika að geta hallað sætinu aftur. Einhverjir voru á þeirri skoðun að þetta færi eftir lengd flugsins, því lengra flug, því frekar mætti halla sætinu aftur. Jafnvel var stungið upp á því að flugfélög myndu einfaldlega merkja þau sæti sem halla mætti aftur. 

PEOPLE spurði ferðasérfræðinginn, rithöfundinn og ráðgjafann Nicole Campoy Jackson hjá Fora Travel um þetta álitamál. 

„Ég er ekki á því að við eigum að banna fólki að halla sæti sínu aftur, en eins og í öðrum samskiptum þá gildir að sýna kurteisi og skilning, þarna eru líka allir saman í þröngu rými,“ segir Jackson. Hún leggur til að við lítum aftur fyrir okkur á manneskjuna í sætinu þar, áður en við höllum sætinu aftur.

„Ef viðkomandi er með fartölvuna sína opna á borðinu eða með drykk á borðinu, þá er það ekki góður tími til að halla sætinu aftur, og hvað þá án þess að láta viðkomandi vita áður.“

Að hennar mati er aldrei í lagi að halla sætinu aftur á ákveðnum tímum.„Þegar matur er borinn fram þá ættir þú alltaf að vera með sætið þitt í uppréttri stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka