fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Fyrirgefðu, fokkaðu þér!

Fókus
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 18:59

Maríanna Pálsdóttir er beittur pistlahöfundur DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríanna Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, er pistlahöfundur á DV. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og skrifar hreinskilna pistla um snyrtivörubransann og öðru því tengdu.

Sjá einnigMaríanna segir sögu af dreng sem fékk ekki samþykki tengdaforeldranna

Í pistli vikunnar ræðir hún um erfiðleikann við að segja fyrirgefðu.

Er erfiðara að segja fyrirgefðu en fokkaðu þér?

Er erfiðara að segja fyrirgefðu en fokkaðu þér ?

Ég hef rekist á það í gegnum tíðina að við mannfólkið eigum erfitt með að segja fyrirgefðu ef við gerum mistök. Sama fólkið er tilbúið til að teygja sig og beygja ansi langt til þess að sýna eftirsjána eftir öðrum leiðum eins og með því að gefa gjafir, slá hlutum upp í grín, láta eins og ekkert sé og enginn viðurkennir neitt. Allt á að gleymast og Pollýanna er gjarna kölluð til!

Hvað er það í okkur sem veldur þessari stíflu í málbeininu þegar kemur að þessu einfalda fjögurra atkvæða orði ? Ætti ekki að vera jafn einfalt, ef ekki einfaldara að ráða við þetta orð í samanburði við öll mistökin sem maður hefur gert og á eftir að gera, því jú við erum bara mannleg. Hjá sumum er og verður samt aldrei rými fyrir mistök því fullkomnunin er jú svo mikil eða hitt þó heldur!

Á þeim stundum í gamla daga þegar ég sýndi af mér heldur ósjarmerandi þokka, særði fólk á einhvern hátt þá leið mér mjög illa. Lágt sjálfsmat mitt hafði þá stjórnað för og ég hafði á einhvern óskiljanlegan hátt unun af því að draga aðra niður í skítinn með mér. Það er frekar ömurlegt að vera einsamall útataður í sinni eigin drullu. Þetta er ekki gömul saga eða ný og auðvitað ofur fyrirsjáanleg að það er eitthvað mjög mikið að hjá manni sjálfum þegar maður hagar sér þannig. Sem betur fer hefur maður lært og hagar sér ekki eins og bestía lengur enda hefur maður komið sér í slík vandræði með ömurlegheitum við aðra að það er ekki prenthæft.

En er fyrirgefðu svo frípassi á að öllu sé gleymt ? Vissulega eru sum afglöp alvarlegri en önnur og þarfnast þá samræðna, útskýringa, iðrunar og jafnvel þurfa dómstólar að koma inn og skera úr um alvarleika málsins. Sumt fólk hefur einfaldlega ekki getu til þess að skilja hvað það er særandi, meiðir án þess að vita af því og það er hættulegt fólk sem ég forðast eins og pestina.

Æfðu þig að segja fyrirgefðu, það er svo gott og hollt fyrir sálina en það þarf líka að hafa hugrekki til að fyrirgefa og ætla ég til dæmis núna að kveðja veturinn og fyrirgefa honum fyrir það að hafa misboðið heilli þjóð af kuldaköstum, ofsaveðri og einhverju sem maður eiginlega bara skilur ekki, ég er reyndar ekki lengur með sultardropa á nefinu en það styttist í að hann komi aftur, sirka 6 mánuðir.

Hér getur þú fylgst með Maríönnu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“