fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Er Alli óheppnasta kona heims? – Hlaut kjálkabrot, missti tennurnar, fékk heilaæxli og flog og brotnaði á báðum fótum á fjórum mánuðum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 4. febrúar 2023 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ástæða fyrir að hin þrítuga samfélagsmiðlastjarna Alli McLaren hefur verið kölluð heimsins óheppnasta kona.

Alli, sem er áströlsk en býr í Bandaríkjunum, nánar tiltekið Hollywood, sagði í nýlegu TikTok myndbandi vera akkúrat þessi í vinahópnum sem lendir í öllum slæmu og furðulegu.

Í myndbandinu rekur hún áfallasöguna og hefur nú fengið yfir 1,6 milljónir áhorf.

Árásin var upphafið

Allt byrjaði þetta með árás heimilislaus manns með geðræn vandamál.

„Ég sá manninn nálgast mig en allt í einu hljóp hann upp að mér og kýldi mig svona líka fast. Ég var að tala í símann og höggið var slíkt að bæði síminn og kjálkinn brotnuðu. Þetta gerðist svo hratt, kannski á tveimur sekúndum.“

Alli fór á bráðadeild sjúkrahúss í Hollywood þar sem henni var ranglega sagt að hún væri ekki brotin, aðeins marin, sagt að taka bólgueyðandi og hvíla sig í nokkra daga .

Eftir nokkrar vikur byrjuðu tennurnar að hrynja úr Alli. Hún var að keyra þegar að svo að segja allt stellið datt í fangið á henni.

Hún fór umsvifalaust til tannlækni sem staðfesti það sem Alli hafði grunað, að hún hefði kjálkabrotnað.

Alli leitaði því aftur til lækna og við nánari skoðun kom í ljós að hún var með æxli í heila. Það reyndist þó góðkynja.

Aðgerð sem mistókst

Alli fór því næst í aðgerð á sjúkrahúsi þar sem kjálkinn var víraður saman. Aðgerðin mistókst aftur á móti og þurfti Alli að bíða í tvo afar sársaukafulla mánuði áður en unnt var að gera aðra tilraun.

Eftir seinni aðgerðina á kjálka var ónæmiskerfi Alli orðið afar veikt og fékk hún fjölda sýkinga og alvarlega lungnabólgu.

Hún var enn afar veik ,með víraðan kjálkanna og á sterkum lyfjum við lungnabólgunni þegar að húnn datt og fékk heilaskemmdir sem leiddu til þess að Alli fór að fá köst sem lýstu sér í því að hún hafði enga stjórn á líkamanum.

Heilaaðgerðin

Alli fékk lyf við köstunum.

Þau virkuðu vel til að byrja með en tveimur mánuðum síðar fóru köstin að koma örar og voru mun alvarlegri. Alli fann einnig fyrir andlegum breytingum, skipti ört um skap, varð grátgjörn, fylltist oft reiði og fyrir kom að hún missti minnið og áttaði sig ekki á hvar hún var né hvernig hún hafði komist þangað.

Alli fór því næst í aðgerð á heila og fjarlægðu læknar stærsta hluta æxlisins en náðu því þo ekki öllu. Var Alli sagt að við tæki geislameðferð.

En á leiðinni í fyrstu geislameðferðina nú í janúar varð Alli fyrir bíl sem ók yfir á rauð ljósi og brotnuðu báðir fætur hennar, og það illa.

Í athugasemdum á TikTok hafa nokkrir spurt Alli hvort hún sé í raun ekki þakklát heimilislausa manninum því án kjálkabrotsins hefði heilaæxlið ekki uppgötvast.

En Alli finnur ekki fyrir þakklæti.

„Það eina sem hann gaf mér voru endalausar heimsóknir á sjúkrahús og svimandi háir reikningar. Læknarnir hafa sagt mér að æxlið hafi ekki verið til staðar þegar hann lamdi mig, það kom á ógnarhraða eftir árásina.

Það er ekki vitað með vissu hvað olli æxlinu en það er möguleiki að árás mannsins hafi átt sinn þátt í því“.

Alli segir að vissulega hafi síðasta ár verið henni erfitt.

„Ég hef þjáðst af miklu þunglynd og kvíða. Ég á einnig erfitt með að vera innan um fólk því ég treysti engum lengur.“

Áhrifin af áföllunum hafa verið mikil.

Hún gat ekki mætt í vinnu en henni gekk einnig illa að vinna heima að frá. Svo fór að hún missti vinnuna með tilheyrandi fjárhagserfiðleikum, ekki síst þar sem reikningar frá læknum og sjúkrahúsum hrönnuðust upp.

Hún segir marga vini hafa yfirgefið sig, ekki síst vegna skapsveiflanna og viðurkenni að vera sár og leið út í það fólk. Alli er hrædd við fjölmenni og er svo að segja hætt að mæta á mannamót.

„Þeir einu sem standa við hlið mér eru mínir nánustu vinir og fjölskylda, fólkið sem þolir mig eins og ég er í dag.“

En Allir er samt á því að erfiðleikarnir hafi gert hana að sterkri einstaklingi og hyggst rita bók um reynslu sína.

“Ég trúi því staðfastlega að sá dagur muni renna upp að verkirnir og andlegu erfiðleikarnir hverfi. Þangað til verð ég að vera sterk því við ráðum ekki hvað kemur upp á í lífinu.

 En við ráðum hvernig við tökumst á við það,“ segir Alli sem er ákveðin í að líta á jákvæðari hliðar lífsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram