fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Mark Wahlberg í fararbroddi grunuðu eftir vísbendingar Jessicu Simpson

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. febrúar 2023 12:01

Jessica Simpson og Mark Wahlberg. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jessica Simpson deildi því nýverið að hún hafi átt í leynilegu ástarsambandi við heimsþekkta kvikmyndastjörnu.

Hún sagði ekki nafn mannsins en gaf ýmsar vísbendingar sem netverjar hafa notað til að reyna að fletta ofan af manninum.

Það eru nokkrir sem koma til greina samkvæmt rannsóknaróðum netverjum. Sá sem er í fararbroddi þeirra grunuðu er Mark Wahlberg. Page Six greinir frá.

Jessica Simpson á MTV-verðlaunahátíðinni árið 2001.

Sjá einnig: Átti í leynilegu ástarsambandi við heimsþekkta kvikmyndastjörnu

Jessica skrifaði pistil um leynilegt ástarsamband þeirra og sagði að myndarleg og dularfull kvikmyndastjarna hafi „afklætt mig með augunum“ á MTV-verðlaunahátíðinni árið 2001.

Hún sagði einnig að kvikmyndastjarnan hafi verið í gallabuxum og stuttermabol, en eins og sjá má á myndinni hér að neðan klæddist Mark einmitt því.

Mark Wahlberg á MTV-verðlaunahátíðinni árið 2001.

Leikarinn var einnig orðinn mjög frægur árið 2001 en Jessica sagði að hún hafi verið skotin í kvikmyndastjörnunni þegar hún var unglingur.

Mark Wahlberg, einu sinni þekktur sem Marky Mark, rappaði með Funky Bunch og sat ber að ofan með Kate Moss fyrir mjög fræga herferð Calvin Klein árið 1992.

Það er fleira sem bendir til þess að umræddur leikari sé Mark Wahlberg.

Jessica sagði að hún hafi hitt hann aftur árið 2006 á hóteli í Beverly Hills þar sem hann hafi verið að undirbúa sig fyrir stóra verðlaunahátíð.

„Hann var að senda mér skilaboð alla hátíðina. Stuttu seinna sá ég mynd af honum á rauða dreglinum með henni. Ég ætlaði aldrei að vera hin konan,“ sagði Jessica.

Mark Wahlberg og Rhea Durham á Golden Globes hátíðinni árið 2006.

Mark mætti á Golden Globes hátíðina árið 2006 ásamt óléttri kærustu sinni – og núverandi eiginkonu – Rheu Durham.

Jessica sagði að kvikmyndastjarnan hafi sannfært hana um að sambandi hans væri lokið og þess vegna hélt hún áfram að hitta hann.

Jessica og Mark árið 2003, en hún segir ekkert hafi gerst á milli hennar og nafnlausu kvikmyndastjörnunnar fyrr en árið 2006.

Hún ákvað að enda sambandið þegar hún komst að því að hann væri enn í sambandi og henni var farið að líða eins og hún væri fylgdarkona sem væri bara þarna til að stunda kynlíf með honum.

En þetta eru bara getgátur netverja og hvorki Jessica né Mark hafa tjáð sig frekar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“