fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Átti í leynilegu ástarsambandi við heimsþekkta kvikmyndastjörnu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 13:34

Jessica Simpson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jessica Simpson segir að táningsdraumur hennar hafi ræst þegar hún byrjaði að slá sér upp með „heimsþekktri kvikmyndastjörnu“ en var niðurbrotin þegar hún komst að því að hann væri giftur.

Söngkonan opnar sig um samband þeirra, sem hún segir að hafi verið kynþokkafullt og niðrandi í senn í pistli fyrir „Movie Star: They Always Say They‘re Single“.

Jessica var áður með Nick Lachey en á þessum tíma voru þau í pásu. Hún segir að myndarleg og dularfull kvikmyndastjarna hafi „afklætt mig með augunum“ á MTV-verðlaunahátíðinni árið 2001.

Söngkonan og leikarinn skiptust á símanúmerum en hún hringdi aldrei í hann þar sem hún og Nick Lachey byrjuðu aftur saman.

Jessica og Nick.

Þegar þau skildu árið 2006 hitti hún dularfullu kvikmyndastjörnuna aftur og deildu þau kossi á hóteli í Beverly Hills.

Hún segir að kossinn hafi verið rafmagnaður og að maðurinn hafi sagt við hana að sambandi hans og kærustu hans væri lokið.

Við tók tímabil þar sem þau voru að slá sér upp saman, fóru saman á skemmtistaði, kíktu í heimsókn til sameiginlegra vina og vörðu tíma saman á tökustað.

En með tímanum fór Jessicu að finnast hún vera „eins og fylgdarkona“ sem var þarna aðeins til að stunda kynlíf með stjörnunni.

Jessica á MTV verðlaunahátíðinni árið 2001.

Hún áttaði sig á stöðu mála þegar hún fór að hitta hann á hóteli. Hún fór inn um sérstakan inngang og gekk upp brunastigann. Hún fattaði að ástæðan fyrir því að hann væri að láta hana fara þessa leið var til að fela hana fyrir kærustu hans.

Jessica batt enda á sambandið. „Mér var sama þó hann hafi verið draumur minn þegar ég var táningur. Þetta var ekki ákvörðun sem unga Jessica hefði verið stolt af.“

Ekki er vitað um hvaða kvikmyndastjörnu Jessica er að ræða. Hún hefur verið gift NFL-kappanum Eric Johnson síðan 2014. Þau eiga saman dæturnar Maxwell, 10 ára, og Birdie, 3 ára, og soninn Ace, 9 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er stundum ekki viss hvað er ferming og hvað er hjónavígsla“

„Ég er stundum ekki viss hvað er ferming og hvað er hjónavígsla“
Fókus
Í gær

Sigrar á filmu með kvenlegu innsæi

Sigrar á filmu með kvenlegu innsæi
Fókus
Í gær

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna
Fókus
Í gær

Gaf mömmu sinni kjöltudans á 20 ára afmælisdaginn

Gaf mömmu sinni kjöltudans á 20 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þetta vera vanmetnasta verkfærið fyrir fitutap – „En jafnframt eitt það einfaldasta og aðgengilegasta“

Segir þetta vera vanmetnasta verkfærið fyrir fitutap – „En jafnframt eitt það einfaldasta og aðgengilegasta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist ekki sakna „gamla andlitsins“

Segist ekki sakna „gamla andlitsins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurnýjuð sérhæð í Laugardalnum

Endurnýjuð sérhæð í Laugardalnum