fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Ævintýraleg leit Söndru að fullkomna brúðarkjólnum – „Kannski er það bara ég sem er svona vitlaus, vita þetta bara flestir?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 20:00

Sandra Helga lærði ýmislegt af reynslunni og deilir ráðum sínum með öðrum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Sandra Björg Helgadóttir gekk upp að altarinu í gullfallegum brúðarkjól og giftist sínum heittelskaða, Hilmari Arnarssyni, þann 22. júlí 2022.

Hjónin eru búsett í Los Angeles, brúðkaupið var á Íslandi en öll undirbúningsvinnan fór fram erlendis, þar á meðal leitin að hinum fullkomna brúðarkjól.

Sandra fer yfir brúðarkjólaferlið á bloggsíðu sinni, sandrahelga.com, en hún lærði mikið á þessu ferli sem hún hefur miðlað áfram til vinkvenna sinna. Eins og að byrja fyrr að leita að kjól en hún gerði.

„Þetta ferli er svo ótrúlega skemmtilegt,“ segir hún en viðurkennir að það hafi líka verið stressandi á köflum en allt gekk að lokum.

Fyrsta heimsóknin í brúðarkjólaverslun

Sandra rifjar upp fyrstu heimsóknina í brúðarkjólaverslun sem sló hana aðeins út af laginu.

„Í lok mars 2022 ætlaði ég að fara að undirbúa mátanir í LA og fyrsta búðin sem ég gekk inn í heitir Kinsley James og er staðsett á 3rd Street í West Hollywood. Yndisleg kona tók á móti mér og spurði um dagsetningu brúðkaupsins. Ég sagði henni að það yrði 22. júlí en ég myndi fljúga til Íslands í lok júní. Hún svaraði með ekta amerískum tilþrifum: „OOOOH so you‘re an EMERGENCY BRIDE!! You have VERY limited options but let me see what I can do.““

Sandra átti ekki von á þessu. „Ég hélt ég gæti valið hvaða kjól sem er í búðinni og þær myndu eiga hann til í nánast öllum stærðum. Kannski er það bara ég sem er svona vitlaus, vita þetta bara flestir?“ spyr hún og fer síðan yfir hvernig ferlið virkar í brúðarkjólaheiminum.

Sandra mátaði fjölda kjóla.
  1. Þú ferð í mátun og mátar þá kjóla sem þér líst vel á. Kjólarnir eru pantaðir inn í verslunina, oftast bara einn í hverri tegund og þá mismunandi í hvaða stærð þeir eru pantaðir í.
  2. Þú mátar þá stærð sem er til í þeim kjólum sem þér líst á, sem er þá oftast of stór eða lítill.
  3. Ef þú finnur „Þann eina rétta“ þá getur þú pantað hann í þinni stærð.
  4. Verslunin tekur mál af þér og pantar kjólinn í þeirri stærð sem er næst þínum málum.
  5. Þú bíður í tvo til tíu mánuði eftir að fá þinn kjól, glænýjan, í þinni stærð.
  6. Þegar kjólinn er kominn, mætir þú aftur og mátar
  7. Eftir það tekur við „fitting“, kjóllinn er títiprjónaður þar sem þarf að þrengja og gera loka handtökin því við erum jú allar mismunandi í laginu og flestar vilja hafa kjólinn alveg sniðinn að sér
  8. Ég fékk meðmæli um að fara í loka fitting 2-4 vikum fyrir brúðkaup

Aldrei of snemmt að byrja

Þarna áttaði Sandra sig á að hún ætti erfitt verk fyrir höndum sér og ráðleggur tilvonandi brúðum að byrja að leita að kjól allavega hálfu ári fyrir brúðkaupsdaginn.

„Út af þessari reynslu hjá mér, þá hef ég verið að nefna við vinkonur mínar að það sé nánast aldrei of snemmt að byrja að kíkja í mátun, meira segja þó þú sért varla komin með hring. Þú gætir mögulega sett óþarfa pressu á makann ef hann heyrir af mátuninni,“ segir hún.

Kjóllinn sem henni leist best á í Kinsley James.

Ellefu kjólar

Sandra keypti tíu kjóla þar til hún fann þann rétta, þannig kjólarnir voru samtals ellefu. Hún fer yfir allt ferlið í blogginu þar sem hún birtir einnig myndir af nokkrum kjólum og gefur góð ráð. Eins og að prófa að setjast í kjólnum þegar þú mátar hann og vera í hvítum eða húðlitum nærfötum þegar þú mátar.

„Jafnvel þeim nærfötum sem þú ætlar að vera í brúðkaupinu. Ef þú ætlar að vera í aðhaldsfatnaði eða sokkabuxum þá er gott að máta í því,“ segir hún.

Hún leggur líka áherslu á mikilvægi þess að vera í brúðarskónum þegar þú ferð í „fitting“ og segir það vera lykilatriði þegar kemur að stytta kjólinn.

Draumakjóllinn

Draumakjólinn fann Sandra í verslun fræga brúðarkjólamerkisins Galia Lahav.

„Ég bókaði mér tíma í mátun en fannst ég nánast vera að sóa tíma afgreiðslukonunnar með því að láta hana stjana við mig. Ég hafði sem áður, takmarkað úrval og var leidd inn í rými þar sem „off the rack“ kjólarnir voru. Ég sá strax kjól sem mér fannst fullkominn. Það var akkúrat kjóll sem hún hafði tekið til hliðar fyrir mig eftir að ég ég hafði lýst fyrir henni sniðinu og útlitinu sem ég vildi.“

Augnablikið þegar Sandra fann hinn fullkomna kjól.

„Ég ætlaði ekki að trúa þessu, hann var eins og sérsniðinn á mig. Enda segir svipurinn á myndinni allt sem segja þarf. Ég fór strax að reyna að finna eitthvað sem ég myndi ekki fýla við kjólinn, því ég ætlaði nú ekki að fara að kaupa ellefta kjólinn,“ segir hún.

En þegar afgreiðslukonan kom með slörið við kjólinn vissi Sandra að þetta væri rétti kjóllinn.

„Þarna var ég nánast eins og þegar ég féll fyrir Hilmari, yfir mig ástfangin, en þorði ekki að leyfa mér að njóta aungabliksins því ég var ekki viss um að þetta væri að fara að rætast,“ segir hún.

Slörið setti punktinn yfir i-ið.
Glæsileg brúður.

Njóttu vegferðarinnar

Sandra hvetur konur til að njóta vegferðarinnar í leitinni að hinum fullkomna brúðarkjól.

„Ástæðan fyrir því að mig langaði að deila þessu bloggi með ykkur er sú að maður sér oft fyrir sér að allir aðrir eigi fullkomið brúðarkjólaferli, sem eflaust margir eiga. Það eru þó margir sem fara í gegnum allskonar stress, allan tilfinningaskalann og leiðin að þínum kjól eða kjólum er einstök,“ segir hún.

„Njóttu vegferðarinnar, gangi þér vel og mundu að það er allt eins og það á að vera eins og mágkona mín, Hrafnhildur, kenndi mér.“

Undirbúningurinn fyrir brúðkaupið

Sandra fór yfir ævintýrið í myndbandi á YouTube og skrifaði einnig færslu um undirbúninginn fyrir brúðkaupið sem má lesa á sandrahelga.com.

Hún heldur einnig úti vinsælli Instagram-síðu þar sem hún sýnir frá lífi sínu í Los Angeles og hefur birt fjölda fallegra mynda frá brúðkaupsdeginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram