Kynlífssérfræðingurinn og pistlahöfundurinn Nadia Bokody segir marga velta því fyrir sér hversu lengi kynlíf eigi að jafnaði að endast. Hún vísar til kannana og rannsókna sem hafa verið gerðar á þessu tiltekna máli og segir að líklega komi svarið mörgum á óvart.
„Heil nótt af bólfimleikum hljómaði kannski svolítið freistandi þegar ég var á þrítugsaldri en eftir að ég komst á fertugsaldri þá er eina svona langa líkamlega áreynslan sem ég er til í að er lyfta Doritos-flögunum upp í munninn á mér á meðan ég horfi á Marie Kondo vafin inn í teppi.“
Nadia segir að hún hafi fyrst farið að velta fyrir sér eðlilegri lengd á samförum eftir að hún áttaði sig á því að sjálf fannst henni feikinóg að ríða í 20 mínútur á meðan bólfélagi hennar hafi viljað halda áfram klukkustundunum saman.
Hún hafi grafið upp rannsókn sem var gerð af kynlífs-rannsakandanum Alfred Kinsey en þar var komist að þeirri niðurstöðu að þrír fjórðu karlmanna klára sig af eftir bara tvær mínútur.
Hún hafi svo fundið rannsóknarritgerð frá 2008 þar sem segir að meðal samfarirnar vari á milli 3-7 mínútna.
Svo fann hún enn eina rannsóknina sem sagði tímann vera allt frá 33 sekúndum upp í tæpa klukkustund.
„Það áhugaverða er að á meðan rannsóknir sýna skýrt að konur þurfi lengri tíma en karlmenn til að fá fullnægingu í samförum, þá séu það mennirnir, en ekki konurnar sem vilja að bólfimleikarnir endist lengur.“
Nadia telur að þetta megi rekja til áhrifa af klámáhorfi enda bendi rannsóknir til að minnst fjórðungur ungmenna á aldrinum 18-24 horfi á klám sem eins konar kynlífsfræðslu.
„Og þar sem áherslan þar er á viðvarandi holdrisi og maraþon kynlífi er mögulegt að manni þyki hann ekki vera að standa sig nema ef hann endist lengur en í 10 mínútur.“
Sannleikurinn sé að það sé ekkert sem heiti „venjulegt“ þegar komi að kynlífi. Fyrir suma sé venjulegt að stunda kynlíf heila nótt á meðan aðrir vilja klára þetta af nánast í auglýsingahlé yfir línulegri dagskrá.
Vísar Nadia til þess að vinsælt TikTok-myndskeið hafi sýnt konu sem hélt því fram að karlmaður væri ekki að standa sig ef hann entist skemmur en í klukkustund.
„Hver er að stunda kynlíf svona lengi? Bara samfarir allan tímann? Í klukkutíma? Nei heyrðu mig. Fimmtán til 20 mínútur í mesta lagi. Eftir það skaltu koma þér ofan af mér herra minn,“ skrifar Nadia.
Fólk var fljótt að bregðast við pistli Nadiu og annað hvort tóku undir með 15-20 mínútna viðmiðinu eða voru ósammála.
„Eftir fimmtán mínútur er ég farin að semja innkaupalistann fyrir búðina,“ skrifar ein.
Önnur sagði þó: „Vá ég finn til með ykkur. Búin að vera með mínum manni í 20 ár og við ríðum klukkustundunum saman. Svona 2-3 tíma og skemmtum okkur konunglega.“
En svona í fullri hreinskilni – ef maður er með börn og í fullri vinnu, hljómar ekki bara betur að eyða þessum klukkutíma sem maður hefur í frítíma í að stunda korters samfarir og leggja sig svo í 45 mínútur? Maður spyr sig.
Blaðamaður telur það hljóma skárra en margra klukkutíma maraþons-samfarir. Hvernig myndi það einu sinni ganga fyrir sig? Er sexý að þurfa að taka sér vatnspásu? Maður klárar einn vatnsbrúsa á klukkutíma í ræktinni….. ætli maður þurfi þá líka að taka nokkra svona gel-poka eins og langhlauparar fá sér í maraþonum? „Sorry elskan en það er kominn tími á smá gel“ – væri einu sinni hægt að gera það með kynþokkafullum hætti? Og ætli maður þurfi að teygja fyrir og eftir?
The Sun skrifaði um pistil Nadiu og ákvað að henda í könnun meðal lesenda um hversu lengi þeirra samfarir standa yfir.
Þegar þessi grein er rituð hafa flestir, eða 33,9% merkt við 15-30 mínútur. 31,6 prósent hafa merkt við 5-15 mínútur og 14% völdu 30 mínútur upp í 1 klukkustund. Og kannski það sem kemur mest á óvart er að tæp 11% segja að fimm mínútur sé feikinóg á meðan aðeins rétt rúmlega 6% vilja ríða í klukkustund eða lengur.
Líklega eru þó flestir sammála um að 33 sekúndur eins og ein rannsóknin sem Nadia taldi upp nefndi segir – það er kannski full lítið. Líklega gott að miða við lengri samarir en eina Atlantsolíuauglýsingu.
Já og taka ber fram að ofangreind umfjöllun Nadiu miðast við samfarir milli legganga- og limhafa.