Kynlífsklúbburinn Snctm er bæði vinsæll og afar leyndardómsfullur og ekki hver sem er fær að gerast meðlimur.
Meðlimir borga allt að 5 milljónir á ári til að mæta í orgíur í lúxus-umhverfi þar sem drukkið er kampavín og kokteilar á meðan fólk prófar sig áfram í kynferðislegum unaði og fantasíum.
Nú hefur einn starfsmaður, Haley Grace, opnað sig um vinnu sína og segir að þar hafi hún séð þó nokkra fræga einstaklinga sleppa framan af sér beislinu.
Þessi erótíski klúbbur hóf starfsemi sína árið 2013 og er nú orðinn goðsagnakenndur fyrir viðburði í borgum á borð við New York og Los Angeles í Bandaríkjunum, en á þessum viðburðum er gestum boðið að uppfylla sínar villtustu kynóra.
Haley er fyrirsæta, búningahönnuður, sviðslistamaður og framleiðandi sem hefur unnið við viðburði Snctm síðan í september. Hún segir að viðburðirnir séu gjarnan haldnir í lúxsus villum eða þakíbúðum.
Hún kemur þar fram sem eldgleypir, burlesque-dansari eða dansari á hjólaskautum svo fáein dæmi séu tekin. Hún er líka atvinnu hafmeyja.
Hún segir að sýningarnar hennar fyrir Snctm munaðarfullar, fágaðar og fullar at tjáningu og veiti áhorfendum tækifæri á að stíga út úr raunveruleikanum yfir í draumkenndan heim sem minnir á kvikmyndina Eyes Wide Shut.
Hún segir í viðtali við The Sun að hún hafi fyrst heyrt af Snctm frá næturklúbb þar sem hún starfaði áður. Fyrsta reynsla hennar af kynlífsklúbbnum hafi verið sem gestur.
„Ég fór með deiti og við áttum alveg æðislegt kvöld. Ég fór á næsta viðburð sem gestur, en að þessu sinni ein. Það var öðruvísi lífsreynsla en spennandi og fullnægjandi engu að síður.“
Þarna hafði hún náð að kynnast mikið af fólki sem hafði með klúbbinn að gera og vissi að hún vildi gerast hluti af starfsliðinu svo hún sótti um að fá að koma þar fram.
„Vinir mínir vita af vinnu minni hjá Snctm en ég hef aldrei fundið fyrir þörfinn að segja fjölskyldunni frá.“
Hún segir að þeir sem starfi hjá klúbbnum sjái um að gestir skemmti sér konunglega, ýmist með því að koma fram, með því að spjalla eða með því að daðra. Starfsmenn hafi þó aldrei samfarir við gesti eða yfirhöfuð snerta þá.
„Sýningarnar er alltaf ólíkar og hvert kvöld einstakt. Á seinasta Snctm kvöldi sýndi ég fallegt bondage atriði á meðan fiðluleikari spilaði undir – það var guðdómlegt.“
Hún segir að gjarnan séu um 100 manns á þessum kvöldum og upp til hópa sé þetta fallegt og ríkt fólk sem vinni í viðskiptum, fjármálageiranum, listgreinum og gjarnan séu þarna þó nokkur fræg andlit.
Hún segist hafa spjallað við þó nokkra heimsfræga á þessum kvöldum. Þangað komi fólk í leynd til að losa sig við allar hömlur.
„Ég er ekki best í að þekkja nöfnin á þeim frægum eða muna eftir andlitum en margir verða spenntir og segja hey þessi og þessi og þessu eru hér. Svo það er frekar spennandi.“
Hún segir að skipuleggjendur séu með strangar reglur hvað varði raftæki og eru allir símar teknir af fólki við innganginn og öryggisgæslan er ströng.
„Samþykki er mikilvægasta atriðið og þau standa sig vel í að tryggja að þetta sé öruggt rými fyrir alla – ekki bara þau frægu.“
Viðburðir eru yfirleitt frá 10 á kvöldin til 3 á nóttunni. Jafnvel hafi leikkonan Gwyneth Patrow staðið að því að kynna klúbbinn.
„Vanalega þegar fólk mætir eru mennirnir í kjólfötum og konur í síðkjólum og kynþokkafullum undirfötum þar undir. Þau fara svo að barnum og ná sér í kokteil.“
Eftir að starfsmenn fari að sýna listir sínar sé rýmið svæðaskipt og fólk dreifi sér milli herbergja. Mikið sé lagt í sviðsmyndina, umhverfið, aukahluti, lýsingu og tónlist.
„Stundum erum við með tónlistarfólk sem kemru fram. Ég hef tekið þátt íatriðum þar sem spilað er undir á annað hvort hörpu eða fiðlu og það getur verið mjög fallegt andrúmsloft sem því fylgir.“
Síðan séu önnur herbergi þar sem gestir geti látið sig hverfa til að hafa samfarir, en þó séu líka margir sem kjósi að nýta sér sameiginleg rými og leyfa öðrum að fylgjast með.
„Svo er þarna fólk sem vill vera fluga á vegg,“ útskýrir Haley og vísar til þess að sumir komi bara til að fylgjast með og fái frá því unað.
Klúbburinn hafi þurft að aflýsa viðburðum vegna faraldurs COVID og eftir að starfsemin hófst að nýju hafi vinsældirnar náð nýjum hæðum.
Haley hvetur þá sem eru ævintýragjarnir og vilja brjóta upp hversdaginn að sjá hvort þeir geti fengið inn á þessa vinsælu viðburði.