fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“

Fókus
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Huld Hrólfsdóttir er barnsmóðir manns sem hefur verið í fréttum vegna afbrota. Fyrir fimm árum gerðist hann sekur um kynferðisbrot sem fól í sér kynferðisleg samskipti við tálbeitu, sem hann taldi vera unglingsstúlku og sætir hann nú grun um að hafa frelsissvipt 14 ára stúlku í þrjár klukkustundir og beitt hana kynferðisofbeldi.

Freyja Huld ræddi við DV í apríl um erfiða stöðu sem hún horfist nú í augum við sem barnsmóðir manns sem hefur verið sakaður um jafn hryllileg brot. Ætti hann að njóta umgengni við börn sín? Og ætti að segja börnunum, 7 ára dreng sem hún á með manninum og 9 ára dreng sem hann hefur alið upp frá því að hann var á fyrsta ári, frá þeim sökum sem faðir þeirra hefur verið borinn?

Sjá einnig: Barnsfaðir Freyju er grunaður um alvarlegan glæp – Hvað á hún að segja við börnin?

Freyja Huld var nú gestur í nýjasta þætti Eigin Kvenna þar sem hún rekur málið og greinir frá þeim ótta sem hún hefur um að drengirnir hennar frétti af málinu í gegnum netið.

Hún gagnrýnir það að barnaverndarnefnd hafi ekki haft samband við fjölskylduna, hvorki eftir að barnsfaðir hennar var ákærður – og síðar dæmdur í tálbeitumálinu, eða eftir að hann var borinn mun alvarlegri og þyngri sökum í desember á síðasta ári. Þá þóttu sakir svo alvarlegar að barnsfaðir hennar var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Hrædd um að drengirnir upplif útskúfun

Eins og Freyja ræddi við DV í apríl þurfti hún á endanum sjálf að koma sér í samband við félagsþjónustuna og ganga þar eftir því að fá aðstoð, en sjálf glímir hún við erfiðan taugasjúkdóm í kjölfar slyss, og auk þess hefur málið virkilega reynt á fjölskylduna.

Kennarar í skóla drengjanna hafi velt því fyrir sér hvort að barnsfaðir hennar mætti einu sinni sækja börnin og þurfti Freyja að tilkynna þeim að þar sem barnsfaðir hennar væri með sameiginlega forsjá með henni og samkomulag um jafna umgengni væru engar lagalegar forsendur fyrir því að meina honum að sækja drengina í skólann.

Á tíma hafi skólinn ekki viljað að barnsfaðirinn kæmi í skólann, en gátu þó ekki meinað honum það.

Eins óttast Freyja að þar sem barnsfaðir hennar hefur verið nafngreindur í umfjöllun um málið þá muni það verða til þess að drengirnir hennar upplifi útskúfun.

„Það er einmitt það sem ég hef verið hvað hræddust við – foreldrar annarra barna, því ég hef verið hrædd um það að drengirnir mínir verði útskúfaðir, verði fyrir aðkasti eða foreldrar banni börnum að leika við mína drengi – þeir verði hafðir útundan eða eitthvað svona.“ 

Vill ekki að þeir frétti þetta utan úr bæ

Freyja minnir á að drengirnir séu saklausir í málinu. „Hvað gerðu börnin mín? Þeir gerðu ekkert.“

Sem betur fer hafi þessi ótti hingað til reynst ástæðulaus, en engu að síður þráir Freyja Huld að útskýra fyrir drengjunum hvað sé að eiga sér stað, en hún hefur fengið þær ráðleggingar að hún ætti að bíða þar til dómur er fallinn í málinu.

Hún bendir þó réttilega á að fyrra málið gegn barnsföður hennar hafi tekið þrjú ár að fara í gegnum rannsókn og ákæruferli. Því mætti allt eins reikna með að seinna málið taki álíkan tíma og ekki verði í því dæmt fyrr en 2024. Börn hafi aðgang að Netinu og taki stundum upp á því að slá nöfnum foreldra sinna inn í leitarvélar.

„Ég er í raun og veru núna að berjast fyrir því að fá fagaðila með mér í það að setjast niður með drengjunum og segja þeim allavega eitthvað þannig að þetta fari ekki að skila sér til þeirra með látum í skólanum.“

Freyja rifjar upp að sjálf hafi henni verið sett það fyrir sem verkefni í grunnskóla að slá nöfnum foreldranna inn í leitarvél. „Ég vil ekki að þeir frétti þetta utan úr bæ.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Ekkert sem grípur fjölskylduna

Freyja gagnrýnir líka að það sé ekkert sem grípur fjölskyldur þegar svona mál komi upp. Til dæmis sé hún ekki með neina aðild að seinna málinu og börnin ekki heldur. Hún hafi ekki einu sinni fengið símtal til að formlega tilkynna henni að barnsfaðir hennar væri grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Málið hafi valdið streitu og kvíða.

Síðan sé spurningin varðandi umgengi barnsföður við yngri strákinn, en hann er ekki blóðskyldur eldri drengnum.

Hún hafi samið við barnsföður um sameiginlega forsjá og jafna umgengni áður en seinna málið kom upp. Hún hafi nú engan lagalegan grundvöll fyrir því að meina drengnum umgengni við föður sinn. Hún tekur þó fram að hún muni ávallt vera þakklát barnsföður sínum fyrir að gefa henni yngri drenginn sinn.

„Auðvitað þykir mér mjög vænt um þennan mann – hann gaf mér barnið mitt og ég hef ekkert val ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði.“

Ég var aldrei spurð hvernig ég hefði það

Sjálf hafi hún þurft að leita til félagsþjónustunnar eftir aðstoð og furðar sig á því að barnaverndarnefnd grípi ekki fjölskyldur þar sem forsjáraðili hefur verið sakaður um brot gegn barni. Félagsþjónustan hafi svo frekar lagt áherslu á að draga hennar hæfi í efa og allar tilkynningar vegna aðstæðna hjá drengjunum skráist sjálfkrafa á hana þar sem hún er lögheimilisforeldri. Ekki hafi barnaverndarnefnd séð ástæðu til að taka út aðstæður hjá barnsföður hennar – sem er með brot um tilraun til kynferðisbrots gegn barni og hefur verið sakaður um alvarlegt fullframið brot gegn öðru barni.

Eins þurfti Freyja að berjast fyrir því að drengir hennar yrðu teknir í viðtal í Barnahúsi. Hún segir að henni hafi ekki endilega grunað að brotið hafi verið gegn þeim, en sem þolandi sjálf, vildi hún gulltryggja sig. Eftir að ná að berjast fyrir þessum viðtölum hafi drengirnir verið teknir í korters-viðtal og talið þar ljóst að þeir hefðu ekki orðið fyrir broti. Freyja telur það alltof skamman tíma til að meta slíkt enda taki það börn meira en korter að opna sig um svona erfiða reynslu.

Eins veltir Freyja því fyrir sér hvernig eftir vikulangt gæsluvarðhald geti það bara verið að maður, sem er á skilyrði fyrir tilraun til brots gegn stúlkubarni, og sakaður um að hafa frelsissvipt og brotið gegn öðru, geti bara gengið út eftir viku gæsluvarðhald algjörlega frjáls, geti sótt börnin í leikskóla og í frístund, þar til dæmt verður í málinu, og eins og Freyja benti sjálf á – þá gæti það tekið allt að þrjú ár að fá þann dóm. Og á meðan hangir málið yfir fjölskyldunni sem þarf að ganga hart eftir allri aðstoð því engin er boðin þeim að fyrra bragði.

„Ég var aldrei spurð hvernig ég hefði það,“ útskýrir Freyja. Enginn hafi spurt hvort málið sem nú er til rannsóknar hefði áhrif á hana eða drengina eða heimilið og engin aðstoð boðin.

„Ekki fyrr en ég fer eftir þessar ásakanir og tilkynni mig sjálf til barnaverndar. Það er ekki fyrr en þá sem það er hugsað – Hey já það er eitthvað sem þarf að gera hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Í gær

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“
Fókus
Í gær

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum