fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Lisa var sú eina sem lifði – Unglingurinn sem plataði fjöldamorðingjann

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 3. júlí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1984 ákvað hin sautján ára gamla Lisa McVey að fyrirfara sér. Hún bjó þá hjá ömmu sinni í Tampa í Flórída þar sem hún hafði þurft að þola kynferðislega misnotkun af hendi sambýlismanns ömmunnar til margra ára. 

En eins furðulega og það hljómar bjargaði það lífi Lisu að vera rænt af fjöldamorðingja.

Þann 3. nóvember 1984 var Lisa að hjóla heim, úrvinda eftir tvöfalda vakt í kleinuhringjabúð. En áður en hún viss af var henni kippt af hjólinu. Lisa öskraði eins og hún gat en fann þá að byssu var þrýst að höfði hennar og heyrði hún mannsrödd hóta að skjóta hana ef hún héldi sér ekki saman. 

En Lisa var að mörgu leyti öðruvísi en jafnaldrar sínir. Móðir hennar var sprautufíkill sem hafði látið Lisu ganga sjálfala þar til hún var send til ömmu sinnar. Þar tók ekki betra við þar sem kærasti ömmu hótaði Lisu reglulega lífláti, beindi að henni byssu og nauðgaði. Lisa McVey hafði orðið að fullorðnast hraðar en flestir. 

Á því augnabliki sem hún fann byssu ræningjans við höfuð sér vissi Lisa að hún vildi ekki deyja og sagði árásarmanninum að hún skyldi gera hvað sem hann vildi, bara að hún fengi að lifa.

Við tók þolraun sem stóð í 26 klukkustundir og átti eftir að gjörbreyta lífi Lisu McVey.

Hugsaði um glæpaþætti

Árásarmaðurinn var Bobby Joe Long, ríflega þrítugur fráskilinn karlmaður með yfir 50 nauðganir á samviskunni. Og átta morð. Hann átti eftir að myrða tvær konur til viðbótar þegar þarna var komið við sögu. 

Bobby Joe Long var með ofbeldisfullt kynlíf á heilanum. Hann stundaði meðal annars að skoða smáauglýsingar blaða, fara á heimili undir því yfirskini að vera kaupandi og væri kona ein heima nauðgaði hann henni. Hann nauðgaði einnig puttalingum og vændiskonum sem hann tók upp í bíl sinn. Að því kom að hann gekk lengra og hóf að myrða fórnarlömb sín. 

Skjáskot úr viðtali sem tekið var við Lisu eftir ránið.

Bobby Joe henti Lisu inn í bíl sinn, batt hana og setti bindi fyrir augu hennar. Því næst ók hann af stað. Lisa ákvað að gera hvað sem hún gæti til að öðlast frelsi og einnig hvað sem unnt væri til að tryggja að árásarmaðurinn næðist. 

Augnbindið var örlítið lausara neðanvert við annað augað og gat Lisa séð þar örlítið í gegn. Hún einbeitti sér að því að skoða hvert einasta smáatriði og rifjaði upp alla þá glæpaþætti sem hún hafði sér í sjónvarpi. Lisa sagði síðar að það væri magnað hvað sjálfsbjargarhvötin gæti hvatt til dáða á ögurstundu. 

Lisa byrjaði einnig að telja mínúturnar til að reikna út vegalengdina. Hún komst að því að hún væri í rauðum bíl að gerðinni Dodge sem væri ekið í norðurátt. Síðar kom í ljós að hún hafði talið vegalengdina kórrétta, allt að því upp að meter. Bíllin væri ennfremur klæddur vínrauðu leðri og með útvarp af ákveðinni tegund. Þegar að Bobby Joe stöðvaði bílinn og dró hana út taldi hún einnig skrefin að íbúð hans frá bílnum.

Hatur á konum

Bobby Joe pyntaði og nauðgaði Lisu í íbúð sinni næstu 26 klukkustundirnar. Bobby Joe hafði sjónvarpið í gangi og heyrði Lisa í fréttum að leit að henni væri hafin. Hún var þess hins vegar fullviss að hann myndi drepa hana en vann þess heit að jafnvel þótt svo færi skyldi hún sjá til þess að honum yrði refsað. 

Hún sá ekkert þar sem hún var enn með bundið fyrir augun en reyndi að snerta eins mikið í íbúðinni og hægt væri til að skilja eftir fingraför sín. Eftir að nauðga og misþyrma Lisu í fleiri klukkutíma virðist sem Bobby Joe hafi séð aumur á Lisu og fór hann með hana inn á bað þar sem hann þreif sár hennar og þvoði henni um hárið. 

Fangelsismytnd af Bobby Joe Long

Lisa hafði einnig sé í glæpaþáttum sjónvarps að best væri að reyna að höfða til tilfinninga mannræningja og reyndar tala sem mest. Hún spurði Bobby Joe af hverju hann væri að gera henni þetta og bar hann því við að það væri vegna haturs hans á konum. Lisa spurði hvernig á því stæði og sagði hann henni því frá erfiðu uppeldi hjá drykkfelldri móður sem hann fyrirleit. Hann hataði einnig fyrrverandi eiginkonu sína sem hafði yfirgefið hann ásamt tveimur börnum þeirra. Hún hafði aftur á móti flúið ofbeldishegðun hans en Bobby Joe leit svo að bókstaflega allt sem úrskeiðis hafði farið í hans lífi væri konum að kenna. 

Smám saman fóru mannræninginn og fórnarlamb hans að tala meira sama og laug Lisa því til að faðir hennar lægi á dánarbeði og væri hún hans eini umönnunaraðili. Ef að hún væri myrt myndi það einnig kalla dauða yfir föður hennar. 

Þótt ótrúlegt megi virðast fór Bobby Joe aftur með Lisu út í bíl næstu nótt, ók að bensínstöð og sagði henn að fara út úr bílnum. Hann skipaði henni að bíða í fimm mínútur og taka svo bindið af augunum. Hann sagði henni einnig að segja ,,föður” sínum að líf Lisu væri honum að þakka.   

Búin að fá nóg

Lisa hljóp eins og fætur toguðu til ömmu sinnar þar sem kærasti ömmunar beið hennar öskrandi og sakaði hana um að hafa látið sig hverfa til að ,,halda framhjá honum”. Hvorki amman né kærastinn trúðu sögu Lisu sem ekki lét það stoppa sig og hélt á fund lögreglu. Amman gekk svo langt að hafa samband við lögreglu til þess eins að tala niður barnabarn sitt og saka um lygar.

En lögregla trúði Lisu sem sagði frá öllu sem hún mundi frá þessum sólarhring í helvíti. Lögregla tók niður skýrslu og lofaði að allt yrði gert til að finna misindismanninn. Örfáum dögum síðar heyrði Lisa í fréttum að ung kona hefði fundist myrt á svæðinu og var hún þess fullviss að morðinginn væri sá sami og hefði haldið henni nauðugri.

Lisa McVey Mynd/Getty

Lisa hafði aftur samband við lögreglu, sagði þeim grun sinn, og var í framhaldinu spurð hvort hún gæti hugsað sér að láta dáleiða sig í von um að hann myndi jafnvel enn meira. Lisa sagði það auðsótt en þar sem hún var aðeins sautján ára gömul þurfti leyfi frá forráðamanni sem í hennar tilfelli voru amman og kærastinn. Þau harðneituðu og þá fékk Lisa nóg og sagði lögreglu frá kynferðisofbeldinu sem hún hafði þurft að þola á heimilinu. Ömmukærastinn var snarlega handtekinn og sór Lisa þess eið að sjá til þess að hinn árásarmaður hennar svaraði einnig til saka. Hún var búin að fá nóg. 

Draumur rætist

Þökk sé nákvæmum lýsingum Lisu fann lögregla bílinn og íbúðina og tólf dögum eftir ránið var Bobby Joe Long handtekinn. Jafnvel þótt að bundið hefði verið fyrir augun hennar allan tímann þekkti Lisa strax Bobby Joe Long í sakbendingu vegna ræmunnar sem hún hafði sé út um. Auk þess voru fingraför Lisu voru út um allan bíl og íbúð, nákvæmlega eins og hún hafði vonast. Ekki þurfti frekari sannana við en því miður hafði Bobby Joe náð að myrða tvær konur til viðbótar á þessum tólf dögum. 

Bobby Joe Long var dæmdur fyrir tíu morð og eftir langt flakk í kerfinu var hann tekinn af lífi árið 2019. 

Lisa er sérfræðingur í kynferðisbrotadeild lögreglunnar í Tampa í Flórída.

Lisa McVey bjó á unglingaheimili á vegum hins opinbera eftir að kærasti ömmunar var handtekinn. Þegar hún var kominn á þann aldur að yfirgefa það flutti hún til frænku sinnar og vann síðar hin ýmsu störf, meðal annars á skiptiborði lögreglu. Stóð hún sig svo vel í störfum sínum að eftir var tekið. En innst inni vissi Lisa alltaf hvað hana dreymdi og árið 2004, tuttugu árum eftir ránið, útskrifaðist Lisa McVey sem lögreglumaður og hóf fljótlega eftir það að sérhæfa sig í kynferðisglæpum. 

Lisa McVey starfar nú í sömu deild lögreglunnar og handtók Bobby Joe Long. Hún er sérhæfði í málum tengdum kynferðisbrotum gegn börnum og heldur reglulega fyrirlestra í skólum. 

Lisa sat fremst sem áhorfandi að aftöku Bobby Joe Long. Hún vildi vera fyrst til að sjá hann deyja. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa