fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Fókus

Makalaust lífshlaup Cynthiu Parker – Var tvisvar rænt og átti þrjú líf

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 18. júní 2022 22:00

Quanah og Cynthia móðir hans með Topsannah í fanginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nítjándu öldinni hrundi tala innfæddra í Bandaríkjunum. Ástæðurnar voru átök við hvíta manninn sem stal löndum þeirra með valdi auk þess að flytja með sér áður óþekkta sjúkdóma. Þegar að ættbálkar sáu fram á að þurrkast hreinlega út kom fyrir að þeir sneru sér að mannránum til að fjölga í hópnum. Oft var börnum rænt og þau alin upp af fjölskyldum sem höfðu misst eigin börn af völdum sjúkdóma á við bólusótt eða kóleru.  

Myndin sem tekin var af mæðgunum eftir ránið.

Naduah 

Ein þessara barna var hin níu ára Cynthia Ann Parker. Comanche ættbálkurinn réðist á virki landnema í Texas í maí 1836 og myrtu flesta íbúa nema fimm einstaklinga sem þeir höfðu á brott með sér. Einum fanganna tókst að sleppa og á næstu fimm árum slepptu ættbálkameðlimir öðrum þremur. Aðeins Cynthia Ann varð eftir. 

Hófst þá næsti kafli í sögu Cynthiu.

Vikurnar eftir ránið þurfti Cynthia að þola barsmíðar og illa meðferð en fljótlega tóku hjón nokkur tóku hana að sér og ólu upp sem eigið barn. Cynthia elskaði kjörforeldra sína af öllu hjarta, aðlagaðist fullkomlega venjum ættbálksins og tók sér nafnið Naduah (sú sem ber sig með reisn). 

Þegar Cynthia var fullvaxta giftist hún Peta Nocona, ungum stríðsmanni sem hafði aflað sér virðingar fyrir árásir á búðir landnema. Meðal ættbálksins var hefð fyrir að stríðsmenn tækju sér margar eiginkonur en ást Peta á konu sinni var slík að kaus að vera aðeins kvæntur henni. Cynthia og Peta eignuðust þrjú börn, synina Quanah og Pecos og dótturina Topsannah.

,,Björgunin“

Öðru hvort bárust fréttir af því að sést hefði til Cynthiu meðal frumbyggja og gengu sögur af hugsanlegum afdrifum hennar manna á milli. Tíu árum eftir ránið bauðst milligöngumaður innfæddra og hvítra til að greiða tólf múlasna auk varnings fyrir Cynthiu en ættbálkameðlimir sögðu honum að snáfast í burtu, frekar vildu þeir deyja en að selja frá sér Naduah. 

Það fór illa í hvíta landnema í Texas að frétta að sennilegast væri að Cynthia hefði ekki aðeins gifst, heldur meira að segja átt börn með ,,villimanni“. Það var óhugsandi að gera annað en að grípa til aðgerða til ,,bjargar konunni sem hafði þurft að þola örlög verri en dauðann.” Ekki nokkrum manni kom til hugar að hugsanlega væri Cynthia prýðilega ánægð með sitt hlutskipti. Og hvað þá að hún væri öflugust kvenna til að hvetja stríðsmenn til að ráðast á hvíta landnema, ræna og myrða. Fagnaði hún þeim með dansi og söng við heimkomuna. 

Í desember 1860, 24 árum eftir að Cynthiu var rænt, söfnuðust saman 140 sjálfboðaliðar til að finna og ráðast á búðir Comanche til að hefna fyrir árásir þeirra. Svo vildi til að fáir Comanche stríðsmenn voru á svæðinu og tóku íbúar á flótta. Sonum Cynthiu tókst að flýja en árásarmenn sáu til Cynthiu ríða í burtu með yngsta barn sitt, Topsannah, og eltu uppi. Þær mæðgur voru fluttar í nálægt virki þar sem fólki brá við að sjá ljóshærða og bláeygða konu klædda að siðum frumbyggja.

Cynhtia Ann Parker var fundin og hófst nú þriðji kaflinn í lífi hennar. 

Nýr heimur

Föðurbróðir hennar, Isaac Parker, var kallaður til og staðfesti hann að um frænku sína væri að ræða. En endurfundirnir voru Cynthiu langt því frá ánægjulegir. Hún talaði litla sem enga ensku og grét eiginmann sinn sem hún taldi látinn. Enginn veit nákvæmlega hvenær Peta lést en Cynthia átti í það minnsta aldrei eftir að mann sinn aftur né nokkurn annan meðlima Comanche.   

Cynthia grátbað um að fá að fara aftur til ættbálksins en Isaac frændi hennar krafðist þess að hún færi með honum heim til fjölskyldu hans. Cynthia féllst á lokum á það en með því skilyrði að synir hennar yrðu aldrei drepnir heldur færðir til hennar ef þeir fyndust. 

Á heimferðinni með Isaac frænda var tekin fræg ljósmynd af Cynthiu með Topsannah í fanginu. Hún hafði þá klippt hár sitt stutt, tákn sorgar hjá Comanche ættbálknum. 

Almenningur var heillaður af sögu Cynthiu, hvítu sannkristnu stúlkunnar sem hafði breyst í ,,heiðingja“ og dagblöð þreyttust ekki á að skrifa um hana. En Cynhtia átti erfitt með að aðlagast í nýjum heimi, var hrædd og einmana, umvafinn fólki sem hún þekkti ekki og siðum sem hún skildi ekki. 

Þingmenn í Texas fundu til með henni, gáfu henni landareign, og greiddu henni veglega upphæð í fimm ár í þeirri von um að hún myndi aðlagast. En ekkert gat slegið á sorg Cynthiu, konunnar sem hafði þurft að þola það tvisvar á ævinni að vera rænt frá ástvinum sínum. 

Quanah

Bróðir Cynthiu tók hana að sér eftir að frændinn gafst upp og tók hann til þess ráðs að læsa hana inni til að koma í veg fyrir flótta. Þegar að borgarstyrjöldin hófst og hann var kallaður í herinn tók systir Cynthiu við henni og mun henni hafa liðið betur þar. Cynthia lærði ensku, að vefa og sauma og bjó til smyrsli og lyf úr plöntum sem þóttu öllum öðrum betri. Hún lærði einnig að lesa. 

En Cynthia var aldrei sátt við lífið meðal hvítra. Árið 1863 frétti hún af því að Pecos sonur hennar hefði látist af bólusótt og ári síðar lést yngsta barn hennar, Topsannah, úr lungnabólgu.

Quanah Parker um 1890

Cynthia varð þá viðþolslaus af löngum til að hitta eina eftirlifandi barn sitt, soninn Quanah. Parker fjölskyldan aftók aftur á móti með öllu að leyfa henni að fara, jafnvel þótt að Cynthia væri fullvaxta kona og alheil á geði. Hún reyndi að minnsta kosti einu sinni flótta en var handsömuð og flutt aftur til Parker fjölskyldunnar. Að því kom að Cynthia bugaðist. Hún fylltist miklu þunglyndi, lokaði sig af og hætti að borða. 

Árið 1870 svelti Cynthia Ann Parker sig í hel. 

Cynthia lifði það ekki en það hefði eflaust glatt hana mikið að sonur hennar, Quanah Parker, varð höfðingi Comanche ættbálksins. Quanah þótti óvenju glæsilegur maður svo og öflugur stríðsmaður sem átti eftir að leiða fjölda árása á hendur landnemum. 

Quanah Parke lést árið 1911. Hans er minnst í sögunni sem eins þekktasta, og jafnframt síðasta, ættbálkahöfðingja Comanche fólksins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 5 dögum

Amber Heard rýfur þögnina – Allt sem þú þarft að vita um fyrsta viðtalið eftir réttarhöldin

Amber Heard rýfur þögnina – Allt sem þú þarft að vita um fyrsta viðtalið eftir réttarhöldin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Samtalið sem breytti lífi Bradley Cooper og gerði hann edrú – „Ég var háður kókaíni“

Samtalið sem breytti lífi Bradley Cooper og gerði hann edrú – „Ég var háður kókaíni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Britney lætur bróður sinn heyra það – Var ekki boðið í brúðkaupið því hann neitaði henni um áfengi

Britney lætur bróður sinn heyra það – Var ekki boðið í brúðkaupið því hann neitaði henni um áfengi