fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fókus

Sviðsetti rán á kærustunni í örvæntingarfullri von um kynlíf

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 23. maí 2022 21:40

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carolynne Watson, 17 ára og unnusti hennar, Julian Buchwald, 22 ára, voru heittrúað og kirkjurækið par sem bjó í Melbourne í Ástralíu.  Þau höfðu verið á föstu í tvö ár í mars 2008 þegar að Julian bauð Carolynne í rómantíska skemmtiferð út fyrir borgarmörkin. 

Carolynne og Julian

Carolynne var aldeilis til í það og óku þau af stað. Þau voru kominn vel út fyrir borgarmörkin þegar að Julian stöðvaði bílinn og skaust út til að athuga með dýrahræ við vegkantinn. 

Áður en  varði fann Carolynne einhvern grípa sig og sá mann með lambhúshettu sem setti bindi fyrir augu hennar, batt hendur og fætur og skar í þokkabót af henni fötin. Því næst setti maðurinn Carolynne i skottið og ók af stað. 

Djöflatrúarsöfnuður

Þegar að bíllinn stoppaði var skottið opnað og bindið tekið af augum Carolynne. Sá hún unnusta sinn, sem einnig var nakinn. Honum var mikið niðri fyrir og sagði þeim hafa verið rænt af djöflatrúarsöfnuði og skilin eftir ein í eyðimörkinni. Julian sagði Carolynne að hann hefði einnig verið bundinn en tekist að losa sig og bjarga henni úr skottinu. 

Parið þvældist um óbyggðir Ástralíu í næstum viku. Bæði höfðu svarið þess að eið að stunda ekki kynlíf fyrir hjónaband, trúar sinnar vegna, en Julian nauðaði mjög i Carolynne að láta undan, kynmök myndu jú halda á þeim hita. Carolynne var aftur á móti ekki að því að fórna meydómnum, jafnvel til að halda á sér hita. 

Parið reifst í nokkra daga og reyndi Julian ítrekað að stunda kynmök með Carolynne sem aftur á móti gaf sig ekki. Að því kom að þau ráfuðu fram á bónda sem hringdi á lögregluna, enda var búið að lýsa eftir skötuhjúunum. Julian hélt fast við sögu sína um ránið og reyndar fann lögregla bréf sem borist hafði foreldrum hans og var útkrassað af satanískum táknum.

Mynd/Getty Images

Örvænting

Lögregla átti nú sem sem áður bágt með að trúa sögunni og viðurkenndi Julian á endanum að hafa skáldað upp ránið og djöflatrúarsöfnuðinn. Aðspurður um hvað hefði valdið því að hann lagði þessa raun á unnustu sína sagði Julian að hann hefði ekki þolað skírlífið lengur. Löngun hans í kynlíf hefði verið slík að hann greip til þessa örvæntingarfulla ráns. 

Julian var ákærður fyrir mannrán en þegar kom að dómsuppkvaðningu var hann hvergi að finna. Í ljós kom að hann hafði orðið sér úti um falsað vegabréf, litað hár sitt og flúið til Ástralíu sem indverskur ríkisborgari.

Hann var handtekinn í Singapore og fluttur til Ástralíu þar sem hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ráði plús sex mánuði fyrir flóttann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Olivia Newton-John er látin

Olivia Newton-John er látin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásgeir Trausti nældi sér í Reykjavíkurdóttur

Ásgeir Trausti nældi sér í Reykjavíkurdóttur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Viima fékk nóg eftir hatursárás á gleðigönguna í Finnlandi – ,,Þetta er mjög íhaldssamt og heittrúað samfélag“

Viima fékk nóg eftir hatursárás á gleðigönguna í Finnlandi – ,,Þetta er mjög íhaldssamt og heittrúað samfélag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja að Filippus Bretaprins hafi verið guðleg vera

Telja að Filippus Bretaprins hafi verið guðleg vera
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frændur skemmta sér yfir fyndnum orðum á færeysku

Frændur skemmta sér yfir fyndnum orðum á færeysku
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“