fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fókus

Gekk út úr miðjum tattútíma – „Um leið og ég fór úr bolnum varð allt skrýtið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. maí 2022 19:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona stóð upp úr miðjum tattútíma og yfirgaf stofuna, með óklárað tattú, vegna athugasemda húðflúrarans og fékk kvíðakast í bílnum eftir á.

Hin bandaríska Dalina opnaði sig um upplifunina í myndbandi á TikTok sem vakti gríðarlega athygli, og ræddi nánar um málið við BuzzFeed.

„Ég þarf að vita hvort ég sé að vera dramatísk eða ekki. Ég var að ganga út úr miðjum tattútíma, bara alveg í miðjum tíma. Ég stóð upp, borgaði honum og fór,“ sagði hún í myndbandinu, sem hefur fengið yfir 15 milljónir áhorfa.

„Ég kynntist þessum gaur í ræktinni, hann nálgaðist mig vegna húðflúranna minna og sagðist vera húðflúrari. Hann lét mig fá nafnspjaldið sitt og ég skoðaði hann á netinu og líkaði vel við það sem hann hafði gert, mig langaði í tattú yfir allan kviðinn og hafði samband við hann.“

Dalina. Skjáskot/Instagram

„Ég mætti á tattústofuna og hann sagði mér að fara úr bolnum. Ég var með mastapjötlur (e. pasties) yfir geirvörtunum, þannig ég bókstaflega var þarna ber að ofan, bara með huldar geirvörtur. Og hann byrjaði bara að segja að ég samsvaraði mér ekki vel. Hann byrjaði að kalla brjóstin mín „túttur.“ En kornið sem fyllti mælirinn: Ég sneri mér við og hann sagði: „Ah, nú skil ég af hverju ég er alltaf að sjá þig í ræktinni, þú ert með fitukeppi á bakinu (e. back rolls).“ Er ég að vera rugluð?“

Netverjar voru langflestir sammála um að hún væri ekki rugluð heldur hefðu þetta verið fullkomlega eðlileg viðbrögð hjá henni.

Bæði karlmenn og kvenmenn sýndu henni stuðning, og hefur kvenkyns húðflúrari haft samband við hana og boðist til að laga og klára tattúið frítt.

Skjáskot/Instagram

Í samtali við BuzzFeed segir Dalina að hann hefði látið hana fara úr bolnum um 20 til 30 mínútum áður en hann setti stensilinn á hana og byrjaði að húðflúra hana.

„Hann byrjaði að tala um brjóstin mín sem túttur og fór að tala um lýtalækna sem hann vissi að fólk færi til,“ segir hún.

„Ég var í alvörunni í áfalli að heyra athugasemdirnar. Hann sá að þær höfðu áhrif á mig því skap mitt breyttist augljóslega, hann spurði mig út í það og ég sagði: „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var það mjög dónalegt sem þú sagðir.“ Hann horfði á mig eins og ég væri klikkuð, hann var í áfalli að ég hefði sagt eitthvað yfir höfuð. Hann sagði mér að taka lífinu ekki svona alvarlega.“

Dalina segir að hún ætlaði að fara en húðflúrarinn var orðinn mjög pirraður. „Ég ákvað að láta mig hafa þetta og klára þetta bara. Ég vildi ekki vera með vesen. En svo byrjaði hann á tattúinu og hann var að vera svo harðhentur […] Mér fannst eins og hann var að reyna að láta mér líða illa, og þá áttaði ég mig á því að ég þurfti að fara.“

Hún er búin að fara í fyrsta tímann hjá tattúlistakonunni.

Dalina er með fjölda húðflúra víðs vegar um líkamann og fór það ekki á milli mála að hann var að vera óþarflega harðhentur þegar hann var að tattúvera hana og þurrka blekið.

Hún laug að það hefði verið neyðartilfelli með eiginmann hennar og þess vegna þyrfti hún að fara. „Mér fannst ég þurfa að borga honum, því ég var þarna ein inni í herbergi með mikið stærri karlmanni sem var dónalegur og fannst ekkert vandamál að koma illa fram við mig, ég var hrædd um að hann myndi gera mér eitthvað. Menn hafa valdið konum skaða fyrir minna. Mér fannst ég vera að borga fyrir öryggi.“

Dalina vonar að saga hennar veiti öðrum konum innblástur að yfirgefa aðstæður sem þeim líður illa í eða þar sem er verið að vanvirða þær.

„Ég var ekki móðguð því hann sagði neikvæðar athugasemdir um líkama minn, heldur var ég í uppnámi því honum fannst hann hafa réttinn til þess. Ég er ánægð að ég fór og það gleður mig að sjá Internetið koma svona saman,“ sagði hún um viðbrögð netverja og stuðninginn sem hún hefur fengið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var tvisvar grafin lifandi – Skelfileg örlög Alice

Var tvisvar grafin lifandi – Skelfileg örlög Alice
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andrés prins brjálaður ef bangsarnir eru ekki á réttum stað – Hallarstarfsfólk skikkað í sérstaka þjálfun í uppröðun

Andrés prins brjálaður ef bangsarnir eru ekki á réttum stað – Hallarstarfsfólk skikkað í sérstaka þjálfun í uppröðun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kostir hláturs – Flissaðu heilsuna í lag

Kostir hláturs – Flissaðu heilsuna í lag
Fókus
Fyrir 3 dögum

George var aðeins fjórtán ára – Átakanleg saga barnsins í rafmagnsstólnum

George var aðeins fjórtán ára – Átakanleg saga barnsins í rafmagnsstólnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dakota Johnson bregst við því að vera dregin inn í mál Johnny Depp

Dakota Johnson bregst við því að vera dregin inn í mál Johnny Depp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jenna Bush gagnrýnir „yfirdrifna“ afmælisveislu North West

Jenna Bush gagnrýnir „yfirdrifna“ afmælisveislu North West